Úrslitakeppnin í NFL-deildinni klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 08:19 Varnarmenn Seattle fagna eftir að hafa stolið boltanum og skorað snertimark í gærkvöldi. Vísir/Getty Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira