Innlent

Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA

Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann sextánda nóvember síðastliðinn.

Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu.

Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn.

Brestir hefja göngu sína á Stöð 2 mánudaginn 20. október klukkan 20.35.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.