Ótrúlegt slys átti sér stað á bobsleða-brautinni í Sotsjí í morgun þegar sleði keyrði á starfsmann sem stóð á brautinni.
Verið er að rannsaka hvað maðurinn hafi verið að gera á brautinni er hann fékk sleðann á sig af fullum krafti.
Áður en keppni hefst í bobsleðakeppninni þá fer sleði á undan og athugar hvort allar aðstæður séu ekki eins og þær eigi að vera. Í þeirri ferð var keyrt á starfsmanninn.
Hann brotnaði á báðum fótum og fékk heilahristing. Keyrt var með hann í hraði á spítala. Hann er sagður hafa sloppið vel miðað við aðstæður en maðurinn hefði klárlega getað látið lífið í þessu slysi.
Hann er búinn að fara í aðgerð og er líðan hans stöðug.
