Af hverju eru Íslendingar svona slakir í vetraríþróttum? 14. febrúar 2014 15:00 Sævar Birgisson hefur staðið sig með prýði í Sotsjí. Mynd/Úr einkasafni Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sjá meira
Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sjá meira