Bjarki Þór berst um titil í Wales Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. september 2014 15:30 Bjarki Þór Pálsson. Jón Viðar Arnþórsson Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins. MMA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira
Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins.
MMA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira