Basshunter á busaballi: Foreldrar fylgjast með fyrirpartýum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. september 2014 14:49 Tónlistarmaðurinn Basshunter á sér stóran aðdáendahóp í Verslunarskólanum. Nýnemaball Verzlunarskóla Íslands fer fram í kvöld og tóku nokkrir nemendur úr sjötta bekk skólans sig til og buðu þriðju bekkingum skólans í partý fyrir ballið. Málið var tekið upp á foreldrafundi nýnema á þriðjudagskvöld og í ljós kom að foreldrar einstakra nemenda voru ósáttir við að haldin yrðu eftirlitslaus samkvæmi sem ekki væru á vegum skólans. „Þetta eru krakkar undir lögaldri og foreldrarnir því ósáttir. Áfengisdrykkja er hins vegar ekki leyfileg á ballinu,“ segir Sigrún Dís Hauksdóttir, formaður nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Líkt og Sigrún nefnir er áfengisdrykkja á böllum Verzlunarskólans ekki leyfileg og þurfa þeir þriðju bekkingar sem inn á ballið fara að blása í þar til gerðan áfengismæli. Eldri nemendur hafa hins vegar val um að blása. Þá fara allir þeir sem blása í svokallaðan „edrúpott“ og dregnir eru út vinningar eftir hvert ball, skipt eftir árgöngum. Foreldrar ásamt forseta nemendafélagsins og stjórnendum skólans funduðu um málið í dag og ákvörðun tekin um að foreldrar þeirra sjöttu bekkinga sem partýið halda yrðu viðstaddir veisluhöldin. „Foreldrar þeirra sem ætla að halda partýin munu senda öllum í þriðja bekk tölvupóst og staðfesta að þau séu heima og búið er að segja öllum að þau geti alltaf hringt í þá manneskju sem ætlar að líta eftir samkvæminu,“ segir Sigrún. Mikil spenna hefur ríkt á meðal nemenda Verzlunarskólans fyrir ballinu en sænski tónlistarmaðurinn góðkunni Basshunter mun stíga á stokk og skemmta viðstöddum í Kaplakrika í kvöld. Tengdar fréttir Basshunter spilar á busaballi Verslunarskólans Sænski tónlistarmaðurinn spilar á ballinu sem fer fram 4.september. 25. ágúst 2014 12:00 Verslingar íhuga að mæta á ball MH Þýski tónlistarmaðurinn Siriusmo spilar á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð sem fer fram í Vodafone-höllinni þann 3. september. 28. ágúst 2014 17:23 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Nýnemaball Verzlunarskóla Íslands fer fram í kvöld og tóku nokkrir nemendur úr sjötta bekk skólans sig til og buðu þriðju bekkingum skólans í partý fyrir ballið. Málið var tekið upp á foreldrafundi nýnema á þriðjudagskvöld og í ljós kom að foreldrar einstakra nemenda voru ósáttir við að haldin yrðu eftirlitslaus samkvæmi sem ekki væru á vegum skólans. „Þetta eru krakkar undir lögaldri og foreldrarnir því ósáttir. Áfengisdrykkja er hins vegar ekki leyfileg á ballinu,“ segir Sigrún Dís Hauksdóttir, formaður nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Líkt og Sigrún nefnir er áfengisdrykkja á böllum Verzlunarskólans ekki leyfileg og þurfa þeir þriðju bekkingar sem inn á ballið fara að blása í þar til gerðan áfengismæli. Eldri nemendur hafa hins vegar val um að blása. Þá fara allir þeir sem blása í svokallaðan „edrúpott“ og dregnir eru út vinningar eftir hvert ball, skipt eftir árgöngum. Foreldrar ásamt forseta nemendafélagsins og stjórnendum skólans funduðu um málið í dag og ákvörðun tekin um að foreldrar þeirra sjöttu bekkinga sem partýið halda yrðu viðstaddir veisluhöldin. „Foreldrar þeirra sem ætla að halda partýin munu senda öllum í þriðja bekk tölvupóst og staðfesta að þau séu heima og búið er að segja öllum að þau geti alltaf hringt í þá manneskju sem ætlar að líta eftir samkvæminu,“ segir Sigrún. Mikil spenna hefur ríkt á meðal nemenda Verzlunarskólans fyrir ballinu en sænski tónlistarmaðurinn góðkunni Basshunter mun stíga á stokk og skemmta viðstöddum í Kaplakrika í kvöld.
Tengdar fréttir Basshunter spilar á busaballi Verslunarskólans Sænski tónlistarmaðurinn spilar á ballinu sem fer fram 4.september. 25. ágúst 2014 12:00 Verslingar íhuga að mæta á ball MH Þýski tónlistarmaðurinn Siriusmo spilar á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð sem fer fram í Vodafone-höllinni þann 3. september. 28. ágúst 2014 17:23 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Basshunter spilar á busaballi Verslunarskólans Sænski tónlistarmaðurinn spilar á ballinu sem fer fram 4.september. 25. ágúst 2014 12:00
Verslingar íhuga að mæta á ball MH Þýski tónlistarmaðurinn Siriusmo spilar á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð sem fer fram í Vodafone-höllinni þann 3. september. 28. ágúst 2014 17:23