Lífið

Basshunter spilar á busaballi Verslunarskólans

Tónlistarmaðurinn Basshunter á sér stóran aðdáendahóp í Verslunarskólanum.
Tónlistarmaðurinn Basshunter á sér stóran aðdáendahóp í Verslunarskólanum.
Sænski tónlistarmaðurinn Basshunter spilar á busaballi Verslunarskóla Íslands sem fer fram í Kaplakrika þann 4.september. 

Að sögn Sigurðs Þórs Haraldssonar, eins skipuleggjanda ballsins ríkir mikil spenna í skólanum en nemendum var tilkynnt þetta í hádeginu í dag. 

„Ég er sjálfur mikill aðdáandi Basshunter og datt í hug að athuga hvað það kostaði að fá hann til að koma fram á ballinu. Það var ekki jafn dýrt og ég hélt,“ segir Sigurður og bætir við að Basshunter, sem heitir Jonas Erik Altberg, var meira en til í að koma spila fyrir íslenska menntskælinga. 

„Hann spilaði hérna árið 2006 við góðar undirtektir og á sér stóran aðdáendahóp hér á landi.“

Ballið fer fram, sem fyrr segir, þann 4.september í Kaplakrika og fá nemendur Verslunarskólaskólans forgang í miðasölu. Þá getur hver og einn nemandi boðið einum með sér sem ekki stundar nám í skólanum. 

Mikið stuð á tónleikunum árið 2006.Vísisr/Daníel
Troðfullt var á Broadway þegar Basshunter steig þar á svið árið 2006 og var mikið stuð eins og sjá má á myndinni sem ljósmyndari Fréttablaðsins tók.

Eitt af vinsælustu lögum kappans er lagið Boten Anna sem hægt er að hlýða á hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×