Þegar stórir karlar verða litlir Finnbogi Hermannsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sú var tíðin að lögreglustjóranum í Reykjavík fannst sér hentast að brenna uppsafnaðar upplýsingar um óvini ríkisins þegar þær fylltu orðið hvert gljúfur og gil á gömlu lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Var þetta í Kaldastríðinu og sérstakur lögregluþjónn hafður að störfum við að snuðra uppi stjórnmálaskoðanir og athafnir þess fólks sem hugsanlega gerði athugasemdir við gjörðir stjórnvalda þess tíma, ekki síst í utanríkismálum. Upplýsingar um þetta fólk voru svo handlangaðar inn í ameríska sendiráðið við Laufásveg og biðu betri tíma. Um var að ræða algjörlega löglausa starfsemi enda var hún ekki til á pappírum og lögregluþjónninn ekki við þessa iðju bak við luktar dyr. Endaði með því að farið var með tunnusekki af pappírum upp fyrir bæ og gögnum brennt í gataðri öskutunnu við ónefndan sumarbústað. Líklega var Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur að skírskota til bréfabrunans í öskutunnunni þegar hann sagði í viðtali á Stöð 2 29. október sl. að auðvitað hefði lögreglustjórinn átt að brenna þessa skýrslu þegar hann sá hana. Og átti við skýrslu Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns um ýmis lögregluafskipti í kjölfar bankahrunsins. Þegar Geir Jón hafði dundað við sína skýrslu í hálft ár, þótti honum aftur á móti hentast að fara með hana sem kennslugagn í svokölluðum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Til er heilt myndband af kennslustund Geirs Jóns þar sem hann lýsir afrekum lögreglunnar í baráttu við skrílinn á Austurvelli eins og ritstjóri Morgunblaðsins kemst að orði í síðasta Reykjavíkurbréfi. Segjum sem svo að Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefði viljað varpa einhverju ljósi á leikreglur lýðræðisríkis þar sem fólk hefur tjáningarfrelsi og rétt til að mótmæla. Fengið lögfræðing til að fara yfir réttindi mótmælenda og þá fulltrúa lögreglu til að útskýra hennar hlutverk. Nei. Mættur var á svæðið upprennandi stjórnmálamaður og fyrrverandi lögregluþjónn í einum og sama manninum. Orðinn krossfari og merkisberi Sjálfstæðisflokksins og veifaði skýrslu sinni mjög gestíkúlerandi sem krossfari fánanum. Deo les volt hrópuðu krossfararnir forðum og unglingarnir í Stjórnmálaskólanum hlustuðu hugfangnir.Nærgangandi upplýsingar Seint og um síðir kom svo skýrslan fyrir almenningssjónir eftir viðkomu hjá umboðsmanni alþingis. Átti einungis að berast til Evu Hauksdóttur skv. umboðsmanni. Öllum er klúðrið kunnugt. Og skýrsluhöfundur er nú ekki lengur bara góðgjarn lögregluþjónn og mannasættir. Hann var nefnilega að færa í letur nærgangandi upplýsingar um fjölda pólitískra andstæðinga sína og þeirra á meðal fólk sem hann hefur setið með á Alþingi sem varaþingmaður. Samstundis urðu öll ummæli í skýrslunni um Vinstri græn og aðra óvini Sjálfstæðisflokksins með öllu ótrúverðug og skýrslan gjörónýt. Eftir stendur hins vegar í hugum fólks að lögreglan hafi staðið sig vel við erfiðar aðstæður þar sem reitt fólk kom saman og margir búnir að tapa ævihýrunni bara sisona. Forvirkar rannsóknir er ekki gamalt hugtak í íslensku. Er þýðing á enska heitinu proactive investigation. Lögreglan hefur viljað lögleiða forvirkar rannsóknir en ekki tekist. Þökk sé Ögmundi Jónassyni og fleirum. Skýrslugerðir Geirs Jóns Þórissonar heyra vafalítið undir forvirkar rannsóknir og pólitískar persónunjósnir. Ekki síst í ljósi þess að honum fannst eðlilegast að fara beint með gumsið inn í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöllu. Og svo svívirðilega lýkur skýrslugerðinni, að herða skuli á stríðum söngum með því að safna saman og setja í fæl allt myndefni sem tilheyrir tímaramma atburðanna. Hvað verður nú um traustið sem lögreglan með súrum svita hafði byggt upp hjá almenningi, þegar í ljós kemur að innan hennar ganga menn enn lausir við sömu iðju og ástunduð var í Pósthússtrætinu forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að lögreglustjóranum í Reykjavík fannst sér hentast að brenna uppsafnaðar upplýsingar um óvini ríkisins þegar þær fylltu orðið hvert gljúfur og gil á gömlu lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Var þetta í Kaldastríðinu og sérstakur lögregluþjónn hafður að störfum við að snuðra uppi stjórnmálaskoðanir og athafnir þess fólks sem hugsanlega gerði athugasemdir við gjörðir stjórnvalda þess tíma, ekki síst í utanríkismálum. Upplýsingar um þetta fólk voru svo handlangaðar inn í ameríska sendiráðið við Laufásveg og biðu betri tíma. Um var að ræða algjörlega löglausa starfsemi enda var hún ekki til á pappírum og lögregluþjónninn ekki við þessa iðju bak við luktar dyr. Endaði með því að farið var með tunnusekki af pappírum upp fyrir bæ og gögnum brennt í gataðri öskutunnu við ónefndan sumarbústað. Líklega var Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur að skírskota til bréfabrunans í öskutunnunni þegar hann sagði í viðtali á Stöð 2 29. október sl. að auðvitað hefði lögreglustjórinn átt að brenna þessa skýrslu þegar hann sá hana. Og átti við skýrslu Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns um ýmis lögregluafskipti í kjölfar bankahrunsins. Þegar Geir Jón hafði dundað við sína skýrslu í hálft ár, þótti honum aftur á móti hentast að fara með hana sem kennslugagn í svokölluðum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Til er heilt myndband af kennslustund Geirs Jóns þar sem hann lýsir afrekum lögreglunnar í baráttu við skrílinn á Austurvelli eins og ritstjóri Morgunblaðsins kemst að orði í síðasta Reykjavíkurbréfi. Segjum sem svo að Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefði viljað varpa einhverju ljósi á leikreglur lýðræðisríkis þar sem fólk hefur tjáningarfrelsi og rétt til að mótmæla. Fengið lögfræðing til að fara yfir réttindi mótmælenda og þá fulltrúa lögreglu til að útskýra hennar hlutverk. Nei. Mættur var á svæðið upprennandi stjórnmálamaður og fyrrverandi lögregluþjónn í einum og sama manninum. Orðinn krossfari og merkisberi Sjálfstæðisflokksins og veifaði skýrslu sinni mjög gestíkúlerandi sem krossfari fánanum. Deo les volt hrópuðu krossfararnir forðum og unglingarnir í Stjórnmálaskólanum hlustuðu hugfangnir.Nærgangandi upplýsingar Seint og um síðir kom svo skýrslan fyrir almenningssjónir eftir viðkomu hjá umboðsmanni alþingis. Átti einungis að berast til Evu Hauksdóttur skv. umboðsmanni. Öllum er klúðrið kunnugt. Og skýrsluhöfundur er nú ekki lengur bara góðgjarn lögregluþjónn og mannasættir. Hann var nefnilega að færa í letur nærgangandi upplýsingar um fjölda pólitískra andstæðinga sína og þeirra á meðal fólk sem hann hefur setið með á Alþingi sem varaþingmaður. Samstundis urðu öll ummæli í skýrslunni um Vinstri græn og aðra óvini Sjálfstæðisflokksins með öllu ótrúverðug og skýrslan gjörónýt. Eftir stendur hins vegar í hugum fólks að lögreglan hafi staðið sig vel við erfiðar aðstæður þar sem reitt fólk kom saman og margir búnir að tapa ævihýrunni bara sisona. Forvirkar rannsóknir er ekki gamalt hugtak í íslensku. Er þýðing á enska heitinu proactive investigation. Lögreglan hefur viljað lögleiða forvirkar rannsóknir en ekki tekist. Þökk sé Ögmundi Jónassyni og fleirum. Skýrslugerðir Geirs Jóns Þórissonar heyra vafalítið undir forvirkar rannsóknir og pólitískar persónunjósnir. Ekki síst í ljósi þess að honum fannst eðlilegast að fara beint með gumsið inn í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöllu. Og svo svívirðilega lýkur skýrslugerðinni, að herða skuli á stríðum söngum með því að safna saman og setja í fæl allt myndefni sem tilheyrir tímaramma atburðanna. Hvað verður nú um traustið sem lögreglan með súrum svita hafði byggt upp hjá almenningi, þegar í ljós kemur að innan hennar ganga menn enn lausir við sömu iðju og ástunduð var í Pósthússtrætinu forðum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar