Lífið

Stjörnubloggari giftir sig í Balenciaga

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Fallegur kjóll í ekta sænsku brúðkaupi tískuspekúlantsins Elínar Kling.
Fallegur kjóll í ekta sænsku brúðkaupi tískuspekúlantsins Elínar Kling. Mynd/Instagram
Tískubloggarinn og listrænn stjórnandi sænska tímaritsins Styleby Elin Kling gekk í það heilaga í Stokkhólmi um helgina. Hinn heppni heitir Karl Lindman og er fyrrum fyrirsæta í New York og art director á tímaritinu Interview.

Kling er íslenskum tískuunnendum vel kunn fyrir skrif sín um tísku og óaðfinnanlegan stíl. Það ríkti því nokkur eftirvænting meðal aðdáenda hennar um hvernig kjól hún mundi klæðast. Einfaldur og fallegur kjóll frá Balenciaga varð fyrir valinu við hælaskó frá Jimmy Choo. 

Kling hefur gert það gott í tískuheiminum. Fyrir nokkru síðan seldi hún fjölmiðlarisanum Condé Nast bloggið sitt og breytti í tískufréttaveitu. Einnig stofnaði hún blaðið Styleby þar sem hún gegnir stöðu listræns stjórnanda.

En þar með er ekki allt upp talið, Kling er fyrsti bloggarinn til að hanna fatalínu fyrir verslanarisann H&M og fór nýverið í loftið með fatamerkið Tóteme sem hún á ásamt nýbökuðum eiginmanni sínum. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.