Lífið

Vonarstræti aðsóknamest á árinu

Vonastræti hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Vonastræti hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Kvikmyndin Vonarstræti er aðsóknamesta mynd landsins það sem af er árs. Alls hafa tæplega 40 þúsund Íslendingar séð myndina sem hefur halað inn rúmlega 55 milljónum króna. 

Vonarstræti skákar þar sem Hollywood-myndum á borð við  The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur setið á toppnum frá því í byrjun árs, Hobbit: Desolation of Smaug, Lego The Movie og Wolf of Wall Street, svo fáein dæmi séu nefnd.

Þess má geta að miðaverð á íslenskar myndir er hærra, eða 1550 kr í stað 1250 kr. á erlendar myndir. 

Vonarstræti var frumsýnd 16 maí síðastliðin og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikstjóri er Baldvin Z og með aðalhlutverk fara Þorsteinn Bachman, Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.