Goðsögn í trommuleik kennir á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. júní 2014 09:00 Trommuleikarinn Dave Weckl kemur hingað til lands og miðlar þekkingu sinni til íslenskra trommuleikara. Vísir/getty „Dave Weckl er einn áhrifamesti trommuleikari allra tíma og geðþekkur náungi, hann er jafnvígur á djass-, fönk- og latíntónlist. Það er einhvern veginn smá Dave Weckl í okkur öllum trommuleikurum. Stórkostlegur fagmaður og áhrifamaður í djass- og hryntónlist, fyrir utan að vera mikill áhugamaður um hraðskreiða bíla,“ segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem um kollega sinn Dave Weckl sem væntanlegur er hingað til lands í júlí. Weckl kemur hingað til lands til þess að miðla þekkingu sinni til íslenskra trommuleikara og heldur fyrirlestur og sýnikennslu fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hugarheim hans. Dave Weckl hefur í raun verið goðsögn í tónlistarheiminum alveg frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Electric-bandi Chick Corea árið 1986. Weckl er almennt talinn einn al öflugasti djass-fúsjón-trommuleikari sögunnar og hafa fáir aðra eins tæknilega getu á hljóðfærið og er það mikil upplifun að sjá og heyra hann spila.Gunnlaugur Briem, trommuleikari er hrifinn af Dave Weckl.Vísir/VilhelmWeckl hefur í gegnum tíðina léð stórum nöfnum í tónlistinni krafta sína og má þar nefna aðila eins og Simon & Garfunkel, Robert Plant, Chick Corea og Mike Stern. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenska trommuleikara og jazzundendur að sjá, heyra og læra af einum fremsta trommuleikara heims,” bætir Gulli við. Síðustu misseri hefur Weckl unnið mikið með gítarleikurunum Mike Stern og Oz Noy ásamt hljómsveit danska bassaleikarans Chris Minh Doky, Nomads. Fyrirlesturinn fer fram í sal FÍH í Rauðagerði 27 þann 20. júlí næstkomandi og hefst klukkan 18.00. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Sjá meira
„Dave Weckl er einn áhrifamesti trommuleikari allra tíma og geðþekkur náungi, hann er jafnvígur á djass-, fönk- og latíntónlist. Það er einhvern veginn smá Dave Weckl í okkur öllum trommuleikurum. Stórkostlegur fagmaður og áhrifamaður í djass- og hryntónlist, fyrir utan að vera mikill áhugamaður um hraðskreiða bíla,“ segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem um kollega sinn Dave Weckl sem væntanlegur er hingað til lands í júlí. Weckl kemur hingað til lands til þess að miðla þekkingu sinni til íslenskra trommuleikara og heldur fyrirlestur og sýnikennslu fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hugarheim hans. Dave Weckl hefur í raun verið goðsögn í tónlistarheiminum alveg frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Electric-bandi Chick Corea árið 1986. Weckl er almennt talinn einn al öflugasti djass-fúsjón-trommuleikari sögunnar og hafa fáir aðra eins tæknilega getu á hljóðfærið og er það mikil upplifun að sjá og heyra hann spila.Gunnlaugur Briem, trommuleikari er hrifinn af Dave Weckl.Vísir/VilhelmWeckl hefur í gegnum tíðina léð stórum nöfnum í tónlistinni krafta sína og má þar nefna aðila eins og Simon & Garfunkel, Robert Plant, Chick Corea og Mike Stern. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenska trommuleikara og jazzundendur að sjá, heyra og læra af einum fremsta trommuleikara heims,” bætir Gulli við. Síðustu misseri hefur Weckl unnið mikið með gítarleikurunum Mike Stern og Oz Noy ásamt hljómsveit danska bassaleikarans Chris Minh Doky, Nomads. Fyrirlesturinn fer fram í sal FÍH í Rauðagerði 27 þann 20. júlí næstkomandi og hefst klukkan 18.00.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Sjá meira