Ýmsar ýkjur hjá skáldlegum íþróttafréttamönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 10:30 Sigurður Sigurðsson, Bjarni Fel og Gaupi. Vísir Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991. Íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira