Hógværasta stéttin á Íslandi vekur athygli á sér Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. september 2014 09:30 Lyfjafræðingur „Við ætlum að vera sýnileg, ræða við gesti og gangandi og hvetja fólk til að nýta sér þjónustu okkar,“ segir Þórunn. Mynd/úr einkasafni „Við viljum vekja athygli á okkur og láta vita að erum til taks. Ætli við séum ekki ein hógværasta stéttin á Íslandi?“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og hópstjóri hjá Sjúkrahúsapóteki Landspítalans. Alþjóðadagur lyfjafræðinga er í dag. Yfirskrift hans er: Aðgangur að lyfjafræðingum er aðgangur að heilsu. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi lyfjafræðinga sem stéttar enda eru þeir sérfræðingar og í nánu samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir í að gæta öryggis og hagkvæmni í lyfjanotkun einstaklinga. Lyfjafræðingar ræða í auknum mæli beint við sjúklinga og leysa ýmis lyfjatengd vandamál. Þau geta verið tiltölulega einföld eins og erfiðleikar við að kyngja lyfjum, upp í flóknari mál eins og aukaverkanir. „Við veitum upplýsingar um lyf, förum yfir skammtastærðir og viljum hvetja almenning til að taka ábyrgð á sínum lyfjamálum. Margir hætta að nota lyfin sín af einhverjum ástæðum og eru ekkert að láta lækninn sinn vita af því,“ segir Þórunn. Hún segir starf lyfjafræðinga vera þýðingarmikið og nefnir sérstaklega starf sjúkrahúslyfjafræðinga. „Læknum fer fækkandi á sjúkrahúsunum, lyf verða sífellt flóknari og dýrari og þá gegna lyfjafræðingar enn stærra hlutverki en áður í þverfaglegri teymisvinnu.“ Á Íslandi eru starfandi um 400 lyfjafræðingar, þeir fyrstu útskrifuðust frá Háskóla Íslands árið 1987. Flestir starfa í apótekum eða um 80%, þar á eftir á sjúkrahúsum og í lyfjafyrirtækjum. Íslenskir lyfjafræðingar ætla að verða í Kringlunni á Landspítalanum frá klukkan 10-15 í tilefni dagsins. „Við ætlum að vera sýnileg, ræða við gesti og gangandi og hvetja fólk til þess að nýta sér þjónustu okkar. Við erum yfirleitt falin á bak við í apótekunum, en við viljum vekja athygli á því að fólk getur alltaf talað við okkur þar að kostnaðarlausu. Viljum sérstaklega hvetja þá sem þurfa til dæmis að hjálpa öldruðum fjölskyldumeðlimum með lyfin sín, að leita til okkar,“ segir Þórunn. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Við viljum vekja athygli á okkur og láta vita að erum til taks. Ætli við séum ekki ein hógværasta stéttin á Íslandi?“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og hópstjóri hjá Sjúkrahúsapóteki Landspítalans. Alþjóðadagur lyfjafræðinga er í dag. Yfirskrift hans er: Aðgangur að lyfjafræðingum er aðgangur að heilsu. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi lyfjafræðinga sem stéttar enda eru þeir sérfræðingar og í nánu samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir í að gæta öryggis og hagkvæmni í lyfjanotkun einstaklinga. Lyfjafræðingar ræða í auknum mæli beint við sjúklinga og leysa ýmis lyfjatengd vandamál. Þau geta verið tiltölulega einföld eins og erfiðleikar við að kyngja lyfjum, upp í flóknari mál eins og aukaverkanir. „Við veitum upplýsingar um lyf, förum yfir skammtastærðir og viljum hvetja almenning til að taka ábyrgð á sínum lyfjamálum. Margir hætta að nota lyfin sín af einhverjum ástæðum og eru ekkert að láta lækninn sinn vita af því,“ segir Þórunn. Hún segir starf lyfjafræðinga vera þýðingarmikið og nefnir sérstaklega starf sjúkrahúslyfjafræðinga. „Læknum fer fækkandi á sjúkrahúsunum, lyf verða sífellt flóknari og dýrari og þá gegna lyfjafræðingar enn stærra hlutverki en áður í þverfaglegri teymisvinnu.“ Á Íslandi eru starfandi um 400 lyfjafræðingar, þeir fyrstu útskrifuðust frá Háskóla Íslands árið 1987. Flestir starfa í apótekum eða um 80%, þar á eftir á sjúkrahúsum og í lyfjafyrirtækjum. Íslenskir lyfjafræðingar ætla að verða í Kringlunni á Landspítalanum frá klukkan 10-15 í tilefni dagsins. „Við ætlum að vera sýnileg, ræða við gesti og gangandi og hvetja fólk til þess að nýta sér þjónustu okkar. Við erum yfirleitt falin á bak við í apótekunum, en við viljum vekja athygli á því að fólk getur alltaf talað við okkur þar að kostnaðarlausu. Viljum sérstaklega hvetja þá sem þurfa til dæmis að hjálpa öldruðum fjölskyldumeðlimum með lyfin sín, að leita til okkar,“ segir Þórunn.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira