Lífið

Finnst þægilegt að vera á barmi taugaáfalls

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Lóa Hjálmtýsdóttir.
Lóa Hjálmtýsdóttir. Fréttablaðið/Andri Marinó
„Áhugi minn á skriftum kviknaði fyrir löngu en braust aðallega út í myndasögum og nokkrum Word-skjölum á stangli,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, myndlistarmaður, og meðlimur FM Belfast, en hún tekur þátt í gerð Skaupsins, í leikstjórn Silju Hauksdóttir.

Lóa sótti um í Ritlist í HÍ í fyrra.

„Mér var sem betur fer hleypt inn. Nokkru áður hafði ég fengið tækifæri til þess að skrifa Hullaþættina og fékk ennþá meiri áhuga á því að skrifa,“ útskýrir hún.

„Ég hugsa svona sjaldnast til enda og fylgi bara áhuganum og sé hvert hann leiðir mig,“

Lóa segist ekki hafa átt dulda drauma um að verða rithöfundur.

„Ég á enga minningu um að hafa langað að vinna við neitt sérstakt. Ég var ekki barn með stóra drauma. Mér finnst skemmtilegast að láta forvitni leiða mig áfram. Ég þjáist af alvarlegum einbeitingarskorti,“ segir Lóa, létt í bragði.

Lóa kemur til með að skrifa sketsa og brandara í Skaupinu.

„Ég á þátt í leynilegri aðgerð. Ekki hafa hátt um það en þjóðþekktri manneskju verður mögulega fórnað í gosinu í Holuhrauni eða soðin eins og bjúga í Gunnuhver,“ segir Lóa.

„Mér hafði aldrei dottið í hug að ég fengi að skrifa Skaupið,“ segir hún og hlær. Hún segist þó ekki hætt að standa í músík eða myndlist.

„Nei nei, mér finnst mjög þægilegt að vera á barmi taugaáfalls og langar að prófa að fá magasár,“ segir Lóa að lokum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.