Erlent

Eins úr áhöfn er saknað

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þykkan reyk lagði frá skipinu.
Þykkan reyk lagði frá skipinu. fréttablaðið/AP
Eins manns úr áhöfn japanska olíuskipsins Shoko Maru er saknað eftir að skipið gjöreyðilagðist í sprengingu í fyrrinótt. Sjö manns var bjargað, en fjórir þeirra voru alvarlega særðir af völdum bruna.

Mikil sprenging varð í skipinu út af suðvesturströnd landsins skammt frá hafnarborginni Himeji.

Skipið er gjörónýtt, en það var 998 tonna tankskip gert út frá borginni Hiroshima. Orsakir sprengingarinnar voru ekki ljósar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×