Gunnar Nelson verður í horninu hjá McGregor Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2014 06:00 Gunnar og Conor eru hér saman á góðri stund. Þeir hafa æft mikið saman. mynd/hörður Það er risabardagakvöld fram undan í UFC þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Keppnin fer fram í Boston þann 18. janúar næstkomandi. Írar eru fjölmennir í Boston og því búist við miklum látum í TD Garden-höllinni. McGregor er góðvinur Gunnars Nelson en þeir æfa undir handleiðslu sama þjálfara, Johns Kavanagh, og hafa æft mikið saman. Meðal annars á Íslandi síðasta sumar er æfingar fyrir bardagakvöldið í Dublin fóru fram. Að sögn Haraldar Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars, munu þeir félagar ekki æfa saman fyrir þennan bardaga en McGregor vill þó hafa Gunnar nærri. Þess vegna hefur hann beðið Gunnar um að vera í horninu hjá sér í bardaganum gegn Dennis Siver. „Það verður mjög skemmtilegt. Gunni fer líklega út um viku fyrir bardagann og tekur þátt í fjörinu,“ segir Haraldur en það verður væntanlega stemning í höllinni sem áhorfendur í Boston eru ekki vanir enda eru Írarnir þekktir fyrir einstaklega líflega framkomu á íþróttaviðburðum. Þeir slógu einmitt heimsmetið í hávaða á UFC-viðburði í Dublin síðasta sumar. Ekki liggur fyrir hvenær Gunnar berst næst en hann var með auga á bardagakvöldi í London í lok febrúar en búið er að fresta því kvöldi um óákveðinn tíma. „Það skýrist vonandi fljótlega í janúar hvar Gunnar berst næst. Þeir hjá UFC vissu að hann vildi hvíla fram í miðjan febrúar,“ bætir Haraldur við. MMA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Það er risabardagakvöld fram undan í UFC þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Keppnin fer fram í Boston þann 18. janúar næstkomandi. Írar eru fjölmennir í Boston og því búist við miklum látum í TD Garden-höllinni. McGregor er góðvinur Gunnars Nelson en þeir æfa undir handleiðslu sama þjálfara, Johns Kavanagh, og hafa æft mikið saman. Meðal annars á Íslandi síðasta sumar er æfingar fyrir bardagakvöldið í Dublin fóru fram. Að sögn Haraldar Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars, munu þeir félagar ekki æfa saman fyrir þennan bardaga en McGregor vill þó hafa Gunnar nærri. Þess vegna hefur hann beðið Gunnar um að vera í horninu hjá sér í bardaganum gegn Dennis Siver. „Það verður mjög skemmtilegt. Gunni fer líklega út um viku fyrir bardagann og tekur þátt í fjörinu,“ segir Haraldur en það verður væntanlega stemning í höllinni sem áhorfendur í Boston eru ekki vanir enda eru Írarnir þekktir fyrir einstaklega líflega framkomu á íþróttaviðburðum. Þeir slógu einmitt heimsmetið í hávaða á UFC-viðburði í Dublin síðasta sumar. Ekki liggur fyrir hvenær Gunnar berst næst en hann var með auga á bardagakvöldi í London í lok febrúar en búið er að fresta því kvöldi um óákveðinn tíma. „Það skýrist vonandi fljótlega í janúar hvar Gunnar berst næst. Þeir hjá UFC vissu að hann vildi hvíla fram í miðjan febrúar,“ bætir Haraldur við.
MMA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum