Innlent

Nýr hægrisinnaður Evrópuflokkur sækir fylgið sitt til Samfylkingarinnar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Nýr hægrisinnaður Evrópuflokkur sækir fylgi sitt að mestu til Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem unnin var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis í síðustu viku.

Um 20 prósent þeirra sem telja líklegt eða mjög líklegt að þeir kjósi nýtt framboð skilaði auðu eða kaus ekki í síðustu Alþingiskosningum. Sjö prósent þeirra sem geta hugsað sér að kjósa nýjan Evrópuflokk gáfu ekki upp hvað þeir kusu í síðustu kosningum.

Sé horft framhjá þessum 27 prósent hugsanlegra kjósenda og einblínt á þá sem kusu einhvern flokk í síðustu kosningum kemur í ljós hinn nýi flokkur sækir mest fylgi til Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Þriðjungur þeirra sem kusu einhvern stjórnmálaflokk í síðustu kosningum – og telur fýsilegt að kjósa nýtt hægri sinnað framboð – kaus Samfylkinguna í síðustu Alþingiskosningum.

Fjórðungur sama hóps kaus Sjálfstæðisflokkinn. Tólf prósent hópsins kaus Bjarta Framtíð, sautján prósent kaus Framsókn og sex prósent kaus Vinstri Græna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×