Foreldrar ættu ekki að ofvernda kvíðin börn Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 07:00 Kvíðaröskun barna. Nordicphotos/Getty „Foreldrar geta með ýmsum hætti unnið gegn því að börn þeirra þrói með sér alvarlegan kvíða,“ segir Dr. Philip Kendall, bandarískur sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í kvíða barna og ungmenna. Hann heimsótti Ísland í síðustu viku og hélt meðal annars fyrirlestra á árlegri ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar. Kendall segir margt í umhverfi barna auka á kvíðann. „Við setjum margs konar þrýsting á börn. Stundum er hann eðlilegur, til dæmis að þau eigi að standa sig vel í skólanum. En stundum er hann óviðeigandi,“ segir Kendall og nefnir sem dæmi þegar foreldrar yfirfylla dagskrá barna með ýmsum skyldum, en gleyma að gera ráð fyrir tíma fyrir frjálsan leik. „Það er í gegnum frjálsan leik með jafningjum sem börn læra inn á hæfileika sína og veikleika. Ef þau umgangast eingöngu foreldra sína fá þau ekki réttar hugmyndir um hvað þau geri vel og hvað illa,“ segir Kendall. „Foreldrar þurfa að leyfa börnum að gera eigin mistök. Þeir verða að stíga til hliðar og leyfa þeim að glíma við vandamálin sjálf,“ segir Kendall en hann leggur ríka áherslu á að foreldrar kvíðinna barna láti ekki undan kvíðaviðbrögðum barna sinna. „Ef barnið neitar að fara í skólann hjálpar ekkert að leyfa því að vera heima. Það leysir vandann á þeirri stundu, en til lengri tíma litið eykst vandinn.“Philip kendall Foreldrar þurfa að leyfa börnum að glíma við vandamálin sjálf. Fréttablaðið/VilhelmAukin samskipti á samfélagsmiðlum geta aukið kvíða fólks og sérstaklega barna að mati Kendall. „Þú ert stöðugt í sambandi í gegnum síma, netið og tölvuleiki og færð aldrei að njóta þess að vera einn með sjálfum þér. Fyrir kvíðin börn skapar þetta aukið álag því þau fara að hafa áhyggjur af því að þau sé að missa af einhverju,“ segir Kendall. Kvíði er eðlilegur þegar hann hefur ekki hamlandi áhrif á líf fólks. Kendall segir einkenni hamlandi kvíða hjá börnum meðal annars vera þau að börn forðist að gera tiltekna hluti. „Það segja öll börn á einhverjum tímapunkti að það sé leiðinlegt í skólanum og þau vilji ekki fara, en ef þau segjast ekki geta farið og sýna líkamleg einkenni á borð við magaverki, þau svitna eða forðast augnsamband, þá getur kvíðinn verið orðinn óeðlilega mikill.“ Kendall segir skipta miklu máli hvernig tekið er á kvíða hjá börnum. „Það er ekki nóg að tala bara um vandann. Foreldrar þurfa leita til fagfólks sem fær barnið til að prófa ólíka hluti og framkvæma áskoranir til að takast á við óttann. Sem dæmi, ef barn óttast býflugur er ekki nóg að tala um óttann, barnið þarf líka að snerta, finna og vera í kringum býflugur til að læra að hugsa með öðrum hætti um þær. Það þarf að öðlast aðra reynslu af þeim,“ segir hann.Nauðsynlegt að auka þekkingu á kvíða barna Yfirlæknir göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) segir þörf á aukinni þjónustu við börn með kvíðaraskanir. Best væri að veita meðferð snemma í ferlinu, með vægari inngripum. „Snemmtæk íhlutun er mikilvæg þegar um slíkan vanda er að ræða og þess vegna þarf þekkingin að vera til staðar í nærumhverfi barnanna,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL. Því var ákveðið að fá Dr. Philip Kendall til landsins og hann hélt fyrirlestur á árlegri ráðstefnu BUGL fyrir skömmu. Mikill áhugi var á ráðstefnunni og á fjórða hundrað manns mættu, en vísa þurfti mörgum frá vegna plássleysis. „Kvíði hjá börnum hefur verið meira í brennidepli fagfólks eftir efnahagshrunið,“ segir Guðrún Bryndís. „Þeir sem vinna með börnum og unglingum átta sig á þörfinni og vilja öðlast meiri þekkingu á efninu,“ segir hún. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Foreldrar geta með ýmsum hætti unnið gegn því að börn þeirra þrói með sér alvarlegan kvíða,“ segir Dr. Philip Kendall, bandarískur sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í kvíða barna og ungmenna. Hann heimsótti Ísland í síðustu viku og hélt meðal annars fyrirlestra á árlegri ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar. Kendall segir margt í umhverfi barna auka á kvíðann. „Við setjum margs konar þrýsting á börn. Stundum er hann eðlilegur, til dæmis að þau eigi að standa sig vel í skólanum. En stundum er hann óviðeigandi,“ segir Kendall og nefnir sem dæmi þegar foreldrar yfirfylla dagskrá barna með ýmsum skyldum, en gleyma að gera ráð fyrir tíma fyrir frjálsan leik. „Það er í gegnum frjálsan leik með jafningjum sem börn læra inn á hæfileika sína og veikleika. Ef þau umgangast eingöngu foreldra sína fá þau ekki réttar hugmyndir um hvað þau geri vel og hvað illa,“ segir Kendall. „Foreldrar þurfa að leyfa börnum að gera eigin mistök. Þeir verða að stíga til hliðar og leyfa þeim að glíma við vandamálin sjálf,“ segir Kendall en hann leggur ríka áherslu á að foreldrar kvíðinna barna láti ekki undan kvíðaviðbrögðum barna sinna. „Ef barnið neitar að fara í skólann hjálpar ekkert að leyfa því að vera heima. Það leysir vandann á þeirri stundu, en til lengri tíma litið eykst vandinn.“Philip kendall Foreldrar þurfa að leyfa börnum að glíma við vandamálin sjálf. Fréttablaðið/VilhelmAukin samskipti á samfélagsmiðlum geta aukið kvíða fólks og sérstaklega barna að mati Kendall. „Þú ert stöðugt í sambandi í gegnum síma, netið og tölvuleiki og færð aldrei að njóta þess að vera einn með sjálfum þér. Fyrir kvíðin börn skapar þetta aukið álag því þau fara að hafa áhyggjur af því að þau sé að missa af einhverju,“ segir Kendall. Kvíði er eðlilegur þegar hann hefur ekki hamlandi áhrif á líf fólks. Kendall segir einkenni hamlandi kvíða hjá börnum meðal annars vera þau að börn forðist að gera tiltekna hluti. „Það segja öll börn á einhverjum tímapunkti að það sé leiðinlegt í skólanum og þau vilji ekki fara, en ef þau segjast ekki geta farið og sýna líkamleg einkenni á borð við magaverki, þau svitna eða forðast augnsamband, þá getur kvíðinn verið orðinn óeðlilega mikill.“ Kendall segir skipta miklu máli hvernig tekið er á kvíða hjá börnum. „Það er ekki nóg að tala bara um vandann. Foreldrar þurfa leita til fagfólks sem fær barnið til að prófa ólíka hluti og framkvæma áskoranir til að takast á við óttann. Sem dæmi, ef barn óttast býflugur er ekki nóg að tala um óttann, barnið þarf líka að snerta, finna og vera í kringum býflugur til að læra að hugsa með öðrum hætti um þær. Það þarf að öðlast aðra reynslu af þeim,“ segir hann.Nauðsynlegt að auka þekkingu á kvíða barna Yfirlæknir göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) segir þörf á aukinni þjónustu við börn með kvíðaraskanir. Best væri að veita meðferð snemma í ferlinu, með vægari inngripum. „Snemmtæk íhlutun er mikilvæg þegar um slíkan vanda er að ræða og þess vegna þarf þekkingin að vera til staðar í nærumhverfi barnanna,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL. Því var ákveðið að fá Dr. Philip Kendall til landsins og hann hélt fyrirlestur á árlegri ráðstefnu BUGL fyrir skömmu. Mikill áhugi var á ráðstefnunni og á fjórða hundrað manns mættu, en vísa þurfti mörgum frá vegna plássleysis. „Kvíði hjá börnum hefur verið meira í brennidepli fagfólks eftir efnahagshrunið,“ segir Guðrún Bryndís. „Þeir sem vinna með börnum og unglingum átta sig á þörfinni og vilja öðlast meiri þekkingu á efninu,“ segir hún.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira