Innlent

Kópavogur hættir rekstri Kvöldskólans

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
vísir/Vilhelm
Rekstri Kvöldskóla Kópavogs hefur verið hætt frá og með áramótunum síðustu, það var samþykkt í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár. Skólinn hefur verið starfræktur í rúmlega 40 ár.

Kópavogsbær sá alfarið um rekstur skólans. Samkvæmt upplýsingum frá bænum eru nokkrar ástæður fyrir því að ákveðið var að leggja skólann niður. Að hluta til hafi ákvörðunin snúist um hvort Kópavogur ætti að halda úti þjónustu sem þegar væri til staðar annars staðar og vera þar með í samkeppni við einkaaðila.

Þjónustan sem skólinn veitti er ekki lögbundin en hann var annars vegar með íslenskunámskeið fyrir útlendinga og hins vegar með tómstundanámskeið fyrir fullorðna. Ýmsir aðilar á einkamarkaði bjóða upp á sambærileg námskeið.

Ef skólanum hefði ekki verið lokað hefði þurft að setja mun meira fjármagn í rekstur hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×