Efast um að Stevie Wonder sé blindur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. október 2014 10:57 Stevie Wonder er sagður sjá. Vísir/Getty „Enginn segir að Stevie Wonder sé í raun ekki blindur. Enginn er að halda því fram. En að því sögðu, Stevie Wonder er kannski ekki blindur,“ segir í grein á bandaríska miðlinum Deadspin, sem er vinsæll fréttavefur í Bandaríkjunum. Þar hefur nú birst úttekt á þeim samsæriskenningum sem snúast um að söngvarinn frægi, Stevie Wonder, sé í raun ekki blindur. Deadspin hefur fjallað um hinar ýmsu samsæriskenningar að undanförnu og bættu þessum kenningum, sem fjalla um blindu Stevie Wonder, við í gærdag.Stevie Wonder ungur að árum.Vísir/GettyNokkur gögn lögð fram Stevie Wonder er sagður hafa verið blindur frá fæðingu. Hann fæddist sex vikum fyrir tímann með gallaða sjónhimnu. Hann hefur því aldrei séð liti né hvernig hlutir líta út. Þeir sem aðhyllast þær kenningar að Stevie Wonder geti í raun séð hafa lagt fram nokkur gögn máli sínu til stuðnings.Einn hefur bent á viðtal við breska söngvarann Boy George sem sagði að Stevie Wonder hafi eitt sinn reynt að kyrkja sig í gríni. Boy George á að velt fyrir sér hvernig Wonder hafi vitað hvar hann var. Boy George hafi þannig efast um að Wonder væri blindur í raun. Því skal þó haldið til haga að svo virðist sem engar heimildir séu til fyrir þessari sögu, aðrar en frásagnir manna á spjallborðum tileinkuðum þessum samsæriskenningum um blindu Stevie Wonder.Þegar hann greip hljóðnemann Annað vinsælt „sönnunargagn“ í baráttu þeirra sem vilja sannfæra aðra um að Stevie Wonder geti séð í raun er myndband sem sýnir hann grípa hljóðnema sem Paul McCartney rakst í. Félagarnir voru að syngja saman í Hvítahúsinu árið 2010 og Paul McCartney var í miklu stuði. Svo miklu að hann byrjaði að dansa um þröngt sviðið og rakst í hljóðnema sem var fyrir framan Stevie Wonder. Áður en hann féll til jarðar tókst söngvaranum blinda að grípa hann. Myndband af því má sjá hér að neðan.Fréttamaðurinn Bomani Jones Líklega frægasti talsmaður þess að Stevie Wonder sé ekki blindur er íþróttafréttamaðurinn Bomani Jones, sem er íþróttafréttamaður ESPN og tíður gestur þáttarins Around the Horn. Jones hefur komið fram í fjölmiðlum vestanhafs með þessar kenningar sínar. Hann birti til dæmis langt myndband á Youtube þar sem hann velti fyrir sér hvers vegna Stevie Wonder vilji taka þátt í þættinum Dancing With the Stars. Bomani Jones segist einnig þekkja mann sem hafi selt Stevie Wonder þrjá nýja flatskjái. Hann hefur einnig bent á að Stevie Wonder hafi klæðst nánast sömu fötum frá 1972. Hann spyr einnig af hverju Stevie Wonder kaupi sér dýra miða á körfuboltaleiki, en Wonder fer reglulega á leiki og tekur þátt í gleðinni. Bomani Jones hefur einnig bent á frétt miðilsins TMZ, þar sem Stevie Wonder sést taka mynd af vaxmynd af Michael Jackson. Blaðamaður Deadspin segir að þetta séu vissulega ekki nákvæmar sannanir en segir mikilvægt að halda þessum kenningum til haga og velta hlutunum fyrir sér. Hér að neðan má sjá tíst frá manni sem birtir mynd af Wonder með myndavél.Lmao RT @bomani_jones: well? RT @AHeartyJuicing: you seen this pic of Stevie at the motown museum? #stevieaintblindpic.twitter.com/NS0CDoNxTz — King Jaffe Joffer (@themancANDREss) May 23, 2014Stevie Wonder fer reglulega á körfuboltaleiki.Vísir/Getty Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
„Enginn segir að Stevie Wonder sé í raun ekki blindur. Enginn er að halda því fram. En að því sögðu, Stevie Wonder er kannski ekki blindur,“ segir í grein á bandaríska miðlinum Deadspin, sem er vinsæll fréttavefur í Bandaríkjunum. Þar hefur nú birst úttekt á þeim samsæriskenningum sem snúast um að söngvarinn frægi, Stevie Wonder, sé í raun ekki blindur. Deadspin hefur fjallað um hinar ýmsu samsæriskenningar að undanförnu og bættu þessum kenningum, sem fjalla um blindu Stevie Wonder, við í gærdag.Stevie Wonder ungur að árum.Vísir/GettyNokkur gögn lögð fram Stevie Wonder er sagður hafa verið blindur frá fæðingu. Hann fæddist sex vikum fyrir tímann með gallaða sjónhimnu. Hann hefur því aldrei séð liti né hvernig hlutir líta út. Þeir sem aðhyllast þær kenningar að Stevie Wonder geti í raun séð hafa lagt fram nokkur gögn máli sínu til stuðnings.Einn hefur bent á viðtal við breska söngvarann Boy George sem sagði að Stevie Wonder hafi eitt sinn reynt að kyrkja sig í gríni. Boy George á að velt fyrir sér hvernig Wonder hafi vitað hvar hann var. Boy George hafi þannig efast um að Wonder væri blindur í raun. Því skal þó haldið til haga að svo virðist sem engar heimildir séu til fyrir þessari sögu, aðrar en frásagnir manna á spjallborðum tileinkuðum þessum samsæriskenningum um blindu Stevie Wonder.Þegar hann greip hljóðnemann Annað vinsælt „sönnunargagn“ í baráttu þeirra sem vilja sannfæra aðra um að Stevie Wonder geti séð í raun er myndband sem sýnir hann grípa hljóðnema sem Paul McCartney rakst í. Félagarnir voru að syngja saman í Hvítahúsinu árið 2010 og Paul McCartney var í miklu stuði. Svo miklu að hann byrjaði að dansa um þröngt sviðið og rakst í hljóðnema sem var fyrir framan Stevie Wonder. Áður en hann féll til jarðar tókst söngvaranum blinda að grípa hann. Myndband af því má sjá hér að neðan.Fréttamaðurinn Bomani Jones Líklega frægasti talsmaður þess að Stevie Wonder sé ekki blindur er íþróttafréttamaðurinn Bomani Jones, sem er íþróttafréttamaður ESPN og tíður gestur þáttarins Around the Horn. Jones hefur komið fram í fjölmiðlum vestanhafs með þessar kenningar sínar. Hann birti til dæmis langt myndband á Youtube þar sem hann velti fyrir sér hvers vegna Stevie Wonder vilji taka þátt í þættinum Dancing With the Stars. Bomani Jones segist einnig þekkja mann sem hafi selt Stevie Wonder þrjá nýja flatskjái. Hann hefur einnig bent á að Stevie Wonder hafi klæðst nánast sömu fötum frá 1972. Hann spyr einnig af hverju Stevie Wonder kaupi sér dýra miða á körfuboltaleiki, en Wonder fer reglulega á leiki og tekur þátt í gleðinni. Bomani Jones hefur einnig bent á frétt miðilsins TMZ, þar sem Stevie Wonder sést taka mynd af vaxmynd af Michael Jackson. Blaðamaður Deadspin segir að þetta séu vissulega ekki nákvæmar sannanir en segir mikilvægt að halda þessum kenningum til haga og velta hlutunum fyrir sér. Hér að neðan má sjá tíst frá manni sem birtir mynd af Wonder með myndavél.Lmao RT @bomani_jones: well? RT @AHeartyJuicing: you seen this pic of Stevie at the motown museum? #stevieaintblindpic.twitter.com/NS0CDoNxTz — King Jaffe Joffer (@themancANDREss) May 23, 2014Stevie Wonder fer reglulega á körfuboltaleiki.Vísir/Getty
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira