Lögreglustjórinn vill auka eftirlit með lögreglunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2014 21:40 Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vill efla eftirlit með starfsemi lögreglu. Hann telur það til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglunnar. Ytra eftirlit er margþætt. Í fyrsta lagi er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu, en ýmsar ákvarðanir lögreglustjóra sem ekki tengjast rannsókn og saksókn mála eru kæranlegar til hans. Í öðru lagi er það eftirlit ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds, ríkissaksóknari getur gefið lögreglu fyrirmæli um einstök mál og mælt fyrir um rannsókn og saksókn. Þá tekur hann við kærum vegna refsiverðrar háttsemi lögreglumanna. Í þriðja lagi má nefna eftirlit ríkisendurskoðunar með fjárhag, Persónuverndar með meðferð persónuupplýsinga og eftirlit umboðsmanns Alþingis. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er fastur pistlahöfundur hjá Kjarnanum. Í nýjasta pistli sínum fjallar hann um eftirlit með störfum lögreglunnar. Í grein sinni segir Stefán: „Að mínu mati væri fengur að því fyrir lögreglu að eftirlit með starfsemi hennar væri eflt og þar á meðal með þeim hætti að þjóðkjörnir aðilar bæru ábyrgð á því. Í mínum huga er það óháð hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir og til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglu. Ég tel það einnig vert frekari skoðunar að setja á laggirnar sjálfstæða einingu utan lögreglu sem hefði það hlutverk að rannsaka kærur vegna refsiverðrar háttsemi starfsmanna lögreglu, eftir atvikum í tengslum við ríkissaksóknara eða alfarið óháð og ótengt því embætti.“ Stefán rökstyður í grein sinni að það sé heppilegt að hafa sjálfstæða einingu því óheppilegt sé að ríkissaksóknari, sem sé í nánu samstarfi við lögreglu vegna rannsóknar sakamála, sinni þessu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafði ekki tök á að veita viðtal í dag vegna málsins. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sagði að málið hefði ekki verið skoðað sérstaklega í ráðuneytinu í sinni tíð en sagði hugmyndir Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra allrar athygli verðar. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vill efla eftirlit með starfsemi lögreglu. Hann telur það til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglunnar. Ytra eftirlit er margþætt. Í fyrsta lagi er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu, en ýmsar ákvarðanir lögreglustjóra sem ekki tengjast rannsókn og saksókn mála eru kæranlegar til hans. Í öðru lagi er það eftirlit ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds, ríkissaksóknari getur gefið lögreglu fyrirmæli um einstök mál og mælt fyrir um rannsókn og saksókn. Þá tekur hann við kærum vegna refsiverðrar háttsemi lögreglumanna. Í þriðja lagi má nefna eftirlit ríkisendurskoðunar með fjárhag, Persónuverndar með meðferð persónuupplýsinga og eftirlit umboðsmanns Alþingis. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er fastur pistlahöfundur hjá Kjarnanum. Í nýjasta pistli sínum fjallar hann um eftirlit með störfum lögreglunnar. Í grein sinni segir Stefán: „Að mínu mati væri fengur að því fyrir lögreglu að eftirlit með starfsemi hennar væri eflt og þar á meðal með þeim hætti að þjóðkjörnir aðilar bæru ábyrgð á því. Í mínum huga er það óháð hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir og til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglu. Ég tel það einnig vert frekari skoðunar að setja á laggirnar sjálfstæða einingu utan lögreglu sem hefði það hlutverk að rannsaka kærur vegna refsiverðrar háttsemi starfsmanna lögreglu, eftir atvikum í tengslum við ríkissaksóknara eða alfarið óháð og ótengt því embætti.“ Stefán rökstyður í grein sinni að það sé heppilegt að hafa sjálfstæða einingu því óheppilegt sé að ríkissaksóknari, sem sé í nánu samstarfi við lögreglu vegna rannsóknar sakamála, sinni þessu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafði ekki tök á að veita viðtal í dag vegna málsins. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sagði að málið hefði ekki verið skoðað sérstaklega í ráðuneytinu í sinni tíð en sagði hugmyndir Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra allrar athygli verðar.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira