Lögreglustjórinn vill auka eftirlit með lögreglunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2014 21:40 Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vill efla eftirlit með starfsemi lögreglu. Hann telur það til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglunnar. Ytra eftirlit er margþætt. Í fyrsta lagi er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu, en ýmsar ákvarðanir lögreglustjóra sem ekki tengjast rannsókn og saksókn mála eru kæranlegar til hans. Í öðru lagi er það eftirlit ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds, ríkissaksóknari getur gefið lögreglu fyrirmæli um einstök mál og mælt fyrir um rannsókn og saksókn. Þá tekur hann við kærum vegna refsiverðrar háttsemi lögreglumanna. Í þriðja lagi má nefna eftirlit ríkisendurskoðunar með fjárhag, Persónuverndar með meðferð persónuupplýsinga og eftirlit umboðsmanns Alþingis. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er fastur pistlahöfundur hjá Kjarnanum. Í nýjasta pistli sínum fjallar hann um eftirlit með störfum lögreglunnar. Í grein sinni segir Stefán: „Að mínu mati væri fengur að því fyrir lögreglu að eftirlit með starfsemi hennar væri eflt og þar á meðal með þeim hætti að þjóðkjörnir aðilar bæru ábyrgð á því. Í mínum huga er það óháð hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir og til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglu. Ég tel það einnig vert frekari skoðunar að setja á laggirnar sjálfstæða einingu utan lögreglu sem hefði það hlutverk að rannsaka kærur vegna refsiverðrar háttsemi starfsmanna lögreglu, eftir atvikum í tengslum við ríkissaksóknara eða alfarið óháð og ótengt því embætti.“ Stefán rökstyður í grein sinni að það sé heppilegt að hafa sjálfstæða einingu því óheppilegt sé að ríkissaksóknari, sem sé í nánu samstarfi við lögreglu vegna rannsóknar sakamála, sinni þessu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafði ekki tök á að veita viðtal í dag vegna málsins. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sagði að málið hefði ekki verið skoðað sérstaklega í ráðuneytinu í sinni tíð en sagði hugmyndir Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra allrar athygli verðar. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vill efla eftirlit með starfsemi lögreglu. Hann telur það til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglunnar. Ytra eftirlit er margþætt. Í fyrsta lagi er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu, en ýmsar ákvarðanir lögreglustjóra sem ekki tengjast rannsókn og saksókn mála eru kæranlegar til hans. Í öðru lagi er það eftirlit ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds, ríkissaksóknari getur gefið lögreglu fyrirmæli um einstök mál og mælt fyrir um rannsókn og saksókn. Þá tekur hann við kærum vegna refsiverðrar háttsemi lögreglumanna. Í þriðja lagi má nefna eftirlit ríkisendurskoðunar með fjárhag, Persónuverndar með meðferð persónuupplýsinga og eftirlit umboðsmanns Alþingis. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er fastur pistlahöfundur hjá Kjarnanum. Í nýjasta pistli sínum fjallar hann um eftirlit með störfum lögreglunnar. Í grein sinni segir Stefán: „Að mínu mati væri fengur að því fyrir lögreglu að eftirlit með starfsemi hennar væri eflt og þar á meðal með þeim hætti að þjóðkjörnir aðilar bæru ábyrgð á því. Í mínum huga er það óháð hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir og til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglu. Ég tel það einnig vert frekari skoðunar að setja á laggirnar sjálfstæða einingu utan lögreglu sem hefði það hlutverk að rannsaka kærur vegna refsiverðrar háttsemi starfsmanna lögreglu, eftir atvikum í tengslum við ríkissaksóknara eða alfarið óháð og ótengt því embætti.“ Stefán rökstyður í grein sinni að það sé heppilegt að hafa sjálfstæða einingu því óheppilegt sé að ríkissaksóknari, sem sé í nánu samstarfi við lögreglu vegna rannsóknar sakamála, sinni þessu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafði ekki tök á að veita viðtal í dag vegna málsins. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sagði að málið hefði ekki verið skoðað sérstaklega í ráðuneytinu í sinni tíð en sagði hugmyndir Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra allrar athygli verðar.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira