„Magic“ Johnson er einn þekktasti körfuboltaleikmaður sögunnar. Hann gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers á níunda áratug síðustu aldar. Hann neyddist til þess að hætta í körfubolta eftir að hann sýktist af HIV-veirunni. Hann tilkynnti að hann væri smitaður í nóvember 1991. Hann hætti iðkun körfuknattleiks um stund eftir það, en byrjaði tvisvar sinnum aftur. Hann spilaði stjörnuleikinn 1992 og lék svo 32 leiki með Lakers fjórum árum síðar, árið 1996. Hann var þá 36 ára.
Hér að neðan má sjá helstu tilþrif kappans, sem var þekktur fyrir gullfallegar sendingar. Hann leiddi hið svokallaða „Showtime“ lið Lakers áfram og vann fimm meistaratitla, var þrisvar kosinn verðmætasti leikmaður NBA og vann eina gullmedalíu á Ólympíuleikunum með Draumaliðinu svokallaða.
With @cjbycookie and our friends Dennis and Gina outside of the world famous Hotel de Paris! pic.twitter.com/DlN8JtrFeJ
— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) July 21, 2014