Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:15 Landris við Höfn í Hornafirði er gríðarlegt vegna bráðnunar Vatnajökuls. Fréttablaðið/Vilhelm Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira