Varðist lögreglu með skóflu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 1. janúar 2014 11:30 mynd/365 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú fullar. Síðustu plássin fylltust eftir klukkan sjö í morgun en lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af fólki í annarlegu ástandi langt fram undir morgun. Upp úr klukkan fimm var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi við bensínstöð í austurborginni. Sá hafði brotið sér leið inn í bensínstöðina og þegar lögregla kom á vettvang hafði hann gripið skóflu sér til varnar. Hann var yfirbugaðar af lögreglu eftir nokkra mótspyrnu og færður í fangaklefa. Hann má búast við kærum vegna ofbeldis gagnvart lögreglu og skemmdarverka. Um hálf sex óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna skemmdarverka á bifreiðinni sinni. Maðurinn sem framdi skemmdarverkin varð ósáttur við að leigubíllinn var upptekinn og tók á það ráð að standa fyrir bílnum. Hann olli síðan skemmdum á bílnum og eftir stutt átök við bílstjórann hljóp hann á brott. Bílstjórinn virðist hafa sloppið án meiðsla. Rétt eftir klukkan sex var ölvaður ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði eftir stutta eftirför. Lögreglumenn tóku eftir athugaverðu aksturslagi ökumanns. Ökumaðurinn fór ekki hratt yfir en var út um allan veg og að sögn lögreglu má þakka fyrir að umferð var lítil sem enginn á þessum tíma. Ökumaður handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf sjö voru sjúkralið og lögregla send að Suðurströnd en þar hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur, handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hinn slasaði fluttur á slysadeild en þegar þetta er ritað er lögreglu ekki kunnugt um ástand hans. Málið er í rannsókn. Rétt fyrir klukkan sjö var óskað eftir aðstoð lögreglu í miðborginni þar sem maður viðhafði ofbeldistilburði við nærstadda. Lögreglan reyni að ræða við manninn en það gekk ekki. Hann var með meint fíkniefni á sér og var vistaður í fangageymslu. Alls voru sjö manns teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Um klukkan níu í morgun voru tveir menn handteknir eftir innbrot í vesturborginni. Þeir voru með fíkniefni á sér. Frekar upplýsingar um það liggja ekki fyrir að svo stöddu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú fullar. Síðustu plássin fylltust eftir klukkan sjö í morgun en lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af fólki í annarlegu ástandi langt fram undir morgun. Upp úr klukkan fimm var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi við bensínstöð í austurborginni. Sá hafði brotið sér leið inn í bensínstöðina og þegar lögregla kom á vettvang hafði hann gripið skóflu sér til varnar. Hann var yfirbugaðar af lögreglu eftir nokkra mótspyrnu og færður í fangaklefa. Hann má búast við kærum vegna ofbeldis gagnvart lögreglu og skemmdarverka. Um hálf sex óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna skemmdarverka á bifreiðinni sinni. Maðurinn sem framdi skemmdarverkin varð ósáttur við að leigubíllinn var upptekinn og tók á það ráð að standa fyrir bílnum. Hann olli síðan skemmdum á bílnum og eftir stutt átök við bílstjórann hljóp hann á brott. Bílstjórinn virðist hafa sloppið án meiðsla. Rétt eftir klukkan sex var ölvaður ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði eftir stutta eftirför. Lögreglumenn tóku eftir athugaverðu aksturslagi ökumanns. Ökumaðurinn fór ekki hratt yfir en var út um allan veg og að sögn lögreglu má þakka fyrir að umferð var lítil sem enginn á þessum tíma. Ökumaður handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf sjö voru sjúkralið og lögregla send að Suðurströnd en þar hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur, handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hinn slasaði fluttur á slysadeild en þegar þetta er ritað er lögreglu ekki kunnugt um ástand hans. Málið er í rannsókn. Rétt fyrir klukkan sjö var óskað eftir aðstoð lögreglu í miðborginni þar sem maður viðhafði ofbeldistilburði við nærstadda. Lögreglan reyni að ræða við manninn en það gekk ekki. Hann var með meint fíkniefni á sér og var vistaður í fangageymslu. Alls voru sjö manns teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Um klukkan níu í morgun voru tveir menn handteknir eftir innbrot í vesturborginni. Þeir voru með fíkniefni á sér. Frekar upplýsingar um það liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira