Innlent

Vísaði manni úr heita pottinum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. úr safni.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. úr safni. mynd/GVA
Lögreglan vísaði manni upp úr sundlaug í morgun. Maðurinn hafði að sögn lögreglu boðið sér sjálfum í laugina. Kallað var eftir aðstoð lögreglu rétt fyrir klukkan átta í morgun. 

Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn í heita pottinum og var honum vísað upp úr.

Eins og fram hefur komið á Vísi hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft í nógu að snúast í nótt og fram eftir morgni. Fangageymslur eru fullar og margir bíða skýrslutöku í dag vegna atburða næturinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×