Mikill sparnaður af flokkun pappírs Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2014 20:00 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu spara stórar fjárhæðir eftir að bláar tunnur fyrir pappírsúrgang voru settar við hvert heimili. Einn til tveir fjörtíu feta gámar af pappír fara á degi hverjum til frekari endurvinnslu í Svíþjóð. Mikið magn af pappír alls konar endar í bláu tunnunni hjá fólki, dagblöð, umbúðir utan af kexi og öðru slíku. En hvert fer allur þessi pappír? Jú hann endar hjá Sorpu sem sendir hann til Svíþjóðar og þar er honum breytt í nýjar umbúðir, eins og t.d. utan um kornflex.Björn Halldórsson framkvæmdastjóri ræður ríkjum hjá Sorpu og við spurðum hann hvort þar á bæ fyndu menn mikinn mun eftir að blá tunna var kominn við hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur náðst stórkostlegur árangur hér á höfuðborgarsvæðinu með flokkun á þessum pappírs- og pappaumbúðum. Magnið í gráu tunnunni sem var áður kannski í kringum 20 prósent árið 2012 er komið niður í tæp 9 prósent. Það er náttúrlega alveg frábær árangur,“ segir Björn. Fastlega sé búist við að árangurinn verði enn betri á þessu ári sem verður fyrsta heila árið þar sem öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eru með bláa tunnu. Árangurinn milli 2012 og 2013 í kílóum er mjög mikill, því þá minnkaði pappír í gráum tunnum úr 34,5 kílóum á hvern einasta íbúa á ári í 14,1 kíló. „Við flokkum frá bylgjupappann sem fer í sér böggun og útflutning. Það sem eftir er, tímarita- og dagblaðapappír, fernur, morgunkornspappi og annað pappírsefni fer í sér bagga og er flutt út ti Svíþjóðar,“ segir Björn. Íslendingar standi sig nokkuð vel við flokkun pappírs miðað við aðrar þjóðir hvað hreinleika varðar. Lítið sé um matarafganga eins og pizzur í öskjum, en þó beri aðeins á því að sumir setji mjólkurfernur og fleira í plastpoka áður en þeim er hent í bláu tunnuna. Sveitarfélögin spara töluverðar fjárhæðir með flokkuninni því mun hærra móttökugjald er á sorpi til urðunar en á pappírnum sem fer til áframhaldandi endurvinnslu. „Þetta er hreinn sparnaður fyrir sveitarfélögin. Það sparast urðunarpláss. Það verður til þarna tekjustraumur sem gerir söfnunina vonandi hagkvæma,“ segir Björn Halldórsson. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu spara stórar fjárhæðir eftir að bláar tunnur fyrir pappírsúrgang voru settar við hvert heimili. Einn til tveir fjörtíu feta gámar af pappír fara á degi hverjum til frekari endurvinnslu í Svíþjóð. Mikið magn af pappír alls konar endar í bláu tunnunni hjá fólki, dagblöð, umbúðir utan af kexi og öðru slíku. En hvert fer allur þessi pappír? Jú hann endar hjá Sorpu sem sendir hann til Svíþjóðar og þar er honum breytt í nýjar umbúðir, eins og t.d. utan um kornflex.Björn Halldórsson framkvæmdastjóri ræður ríkjum hjá Sorpu og við spurðum hann hvort þar á bæ fyndu menn mikinn mun eftir að blá tunna var kominn við hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur náðst stórkostlegur árangur hér á höfuðborgarsvæðinu með flokkun á þessum pappírs- og pappaumbúðum. Magnið í gráu tunnunni sem var áður kannski í kringum 20 prósent árið 2012 er komið niður í tæp 9 prósent. Það er náttúrlega alveg frábær árangur,“ segir Björn. Fastlega sé búist við að árangurinn verði enn betri á þessu ári sem verður fyrsta heila árið þar sem öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eru með bláa tunnu. Árangurinn milli 2012 og 2013 í kílóum er mjög mikill, því þá minnkaði pappír í gráum tunnum úr 34,5 kílóum á hvern einasta íbúa á ári í 14,1 kíló. „Við flokkum frá bylgjupappann sem fer í sér böggun og útflutning. Það sem eftir er, tímarita- og dagblaðapappír, fernur, morgunkornspappi og annað pappírsefni fer í sér bagga og er flutt út ti Svíþjóðar,“ segir Björn. Íslendingar standi sig nokkuð vel við flokkun pappírs miðað við aðrar þjóðir hvað hreinleika varðar. Lítið sé um matarafganga eins og pizzur í öskjum, en þó beri aðeins á því að sumir setji mjólkurfernur og fleira í plastpoka áður en þeim er hent í bláu tunnuna. Sveitarfélögin spara töluverðar fjárhæðir með flokkuninni því mun hærra móttökugjald er á sorpi til urðunar en á pappírnum sem fer til áframhaldandi endurvinnslu. „Þetta er hreinn sparnaður fyrir sveitarfélögin. Það sparast urðunarpláss. Það verður til þarna tekjustraumur sem gerir söfnunina vonandi hagkvæma,“ segir Björn Halldórsson.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira