Hann vann Marinó Gíslason úr hnefaleikafélagi Akraness, HAK, eftir dómaraákvörðun en bardaginn var einnig valinn besti bardagi kvöldsins.
Allt var gert eftir kúnstarinnar reglum og voru kappanir vigtaðir fyrir bardagann á brókinni einni klæða eins og gerist og gengur.
Tveir kvennabardagar fóru fram en í þeim vann Sunna Rannveg Davíðsdóttir úr HR/Mjölni sigur á Margréti Þorsteinsdóttur úr HAK á dómaraákvörðun.
Það þurfti einnig dómaaraákvörðun til að skera úr um sigurvega í bardaga Erlu Guðrúnar Hjartardóttur og Karenar Óskar úr HFK en þar hafði Erla betur.
Engin rothögg sáust að þessu sinni en kvöldið fór vel fram og var vel mætt. Myndir frá kvöldinu má sjá hér að neðan.





