Lífið

Travel Channel elskar Ísland

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tökuliðið vakti athygli á Klambratúni.
Tökuliðið vakti athygli á Klambratúni. Vísir/Daníel
Tökulið þáttanna 1 Way Ticket eyddi hér átta dögum í síðasta mánuði, þar af fóru fjórir í tökur á þáttunum. Í þáttunum er pörum komið á óvart með ókeypis ferð til framandi staða. Þegar á staðinn er komið fylgja pörin vísbendingum sem leiða þau í æsispennandi ævintýri.

Þátturinn sem var tekinn hér upp er svokallaður „pilot“-þáttur og verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Travel Channel á árinu. Tökuliðið tók upp við Þríhnjúkagíg, leyfðu parinu heppna að fara í vélsleðaferð á Langjökli og svamla um á „paddle board“ á Jökulsárlóni. Þá fór parið einnig í fallhlífarstökk á Klambratúni sem vakti mikla athygli vegfarenda en sérstakt leyfi þurfti fyrir stökkið.

Tökulið 1 Way Ticket var hér á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Sagafilm en annað tökulið frá Travel Channel heimsótti land og þjóð fyrir stuttu, þá til að taka upp þáttinn Booze Traveler.

Ferðin var eflaust eftirminnileg fyrir parið heppna.
Tökuliðið eyddi hér tíu dögum, með kynninn Jack Maxwell fremstan í fararbroddi. Sá hefur leikið í sjónvarpsþáttum á borð við 24, Lost, House og Ugly Betty. Kynnti tökuliðið sér íslenska vínmenningu en þátturinn verður sýndur í sumar.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ekki fleiri verkefni fyrirhuguð hjá Travel Channel á Íslandi en greinilegt að forsvarsmenn stöðvarinnar eru afar hrifnir af landinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.