Lífið

Íslensk vínmenning í ferðaþætti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Árni Björn er þögull sem gröfin um verkefnið.
Árni Björn er þögull sem gröfin um verkefnið. vísir/gva
Nýr þáttur sem sýndur verður á Travel Channel verður tekinn upp hér á landi í vikunni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Þátturinn heitir Booze Traveler og flakkar þáttarstjórnandinn út um allan heim og kynnir sér vínmenningu mismunandi landa.

Heimildir Fréttablaðsins herma að sjö manna tökulið þáttarins komi hingað til lands og verði hér í tíu daga til að taka upp þátt um íslenska áfengismenningu. Samkvæmt heimildum blaðsins er það Sagafilm sem aðstoðar tökulið þáttarins hér á landi.

Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá framleiðslufyrirtækinu, vill hins vegar ekkert tjá sig um verkefnið. „No comment.“

Kynnir Booze Traveler er Jack Maxwell en hann hefur leikið í sjónvarpsþáttum á borð við 24, Lost, House og Ugly Betty. Er líklegt að hann muni kynna sér íslenskt brennivín sem er þekkt um heim allan.

Þá gæti líka farið svo að hann kíkti á íslenska bjórframleiðslu og smakkaði birkisnafs. Í lýsingu fyrir þáttinn segir að þetta sé alls ekki fyllerísþáttur heldur hafi hann einnig menningarlegt gildi.

Þátturinn verður sýndur á Travel Channel í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.