Þungarokkarar þakka fyrir sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. maí 2014 14:51 Frá Eistnaflugi. mynd/guðný lára thorarensen Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira