Lífið

Baldvin Z leikstýrir auglýsingum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikstjórinn Baldvin Z hefur verið ráðinn sem auglýsingaleikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Sagafilm.

Frægðarsól Baldvins hefur verið afar hátt á lofti síðan kvikmynd hans Vonarstræti var frumsýnd fyrir stuttu. Hefur hún hlotið glimrandi dóma og hafa margir gefið Baldvini viðurnefnið Baltasar Z með vísan í leikstjórann Baltasar Kormák sem hefur átt góðu gengi að fagna vestan hafs að undanförnu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Baldvin þó ekki aðeins leikstýra auglýsingum heldur takast á við leikið efni á næstunni en hvaða verk það er fæst ekki staðfest hjá Sagafilm en fyrirtækið hefur framleitt fjöldann allan af sjónvarpsseríum síðustu ár, svo sem Rétt, Ástríði, Vaktaseríuna, Pressu og Heimsenda.


Tengdar fréttir

Ekkert lögbann á Vonarstræti

Kvikmyndinni Vonarstræti hefur verið hótað lögbanni en hún segir meðal annars frá glamúrlífi svokallaðra útrásarvíkinga.

Var ekki bara upp á punt

Kristín Lea Sigríðardóttir er 26 ára Suðurnesjamær en hún fer með eitt af aukahlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Vonarstræti sem frumsýnd var á dögunum. Vonarstræti er fyrsta kvikmynd Kristínar sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum fyrir þremur árum. Þa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.