Var ekki bara upp á punt Kristjana Arnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 10:30 Kristín Lea Sigríðardóttir þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Kristín Lea útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum árið 2011 en leiðir hennar og leikstjóra Vonarstrætis lágu saman í lokaverkefni hennar frá skólanum þegar hún plataði Baldvin til þess að leikstýra útskriftarmyndinni Takk fyrir mig. „Ég vissi í raun og veru ekki af tilvist Kvikmyndaskólans fyrr en ég var komin langt í framhaldsskóla en einhvern veginn stefndi ég samt alltaf í þessa átt. Áhugi minn liggur í kvikmyndagerð, ekki aðeins í leiklistinni,“ segir Kristín Lea, spurð út í áhugann á listinni. Talið berst að Vonarstræti en þar fer Kristín með hlutverk Agnesar, eiginkonu Sölva, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu og vonarstjörnu í bankalífinu, sem leikinn er af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Einvalalið leikara kemur að myndinni og ber hún hópnum vel söguna. „Ég var alls ekki að setja mig á háan hest í þessum leikarahópi. Þetta er fyrsta kvikmyndin mín og það var ótrúlega gaman að geta fylgst með þessum leikurum og lært af þeim, ég lærði mjög mikið. Ég var í raun og veru bara á skólabekk í gegnum allt ferlið. Ég trúi því líka að maður sé alltaf að læra, maður er bara ekki orðinn leikari og svo búið. Það er aldrei þannig.“ Kristín Lea segist alltaf hafa verið heldur gagnrýnin á sjálfa sig. Henni þótti skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu og segist hafa átt erfitt með að horfa á myndina á köflum. „Það var mjög skrítið að sjá andlitið mitt á átta metra skjá fyrir framan mig og ég var algjörlega stjörf á forsýningunni. Ég naut mín ekki nógu vel á fyrstu sýningunni og fór því aftur á myndina nokkrum dögum síðar. Þá fyrst gat ég horft á hana án þess að gagnrýna sjálfa mig. Ég reyndi oft að minna mig á að þetta hlyti bara að vera gott úr því að leikstjórinn var ánægður. Ég ætti því frekar að hlusta á hann en mína innri gagnrýni, enda gekk þetta líka allt svo fallega upp hjá honum.“ Reynir að sjá aldrei eftir neinuKristín Lea er Keflvíkingur og ólst upp á Suðurnesjunum. Hún flutti norður eftir grunnskóla og hóf nám við Framhaldsskólann á Laugum. Á menntaskólaárunum var Kristín kosin Ungfrú Norðurland og tók hún í kjölfarið þátt í Ungfrú Ísland. Hún segir þann tíma í lífi sínu hafa verið lærdómsríkan. „Ég hef alltaf tileinkað mér að sjá ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af hlutunum. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég myndi endilega endurtaka í dag. Mér finnst gott að líta á hlutina sem tækifæri og þarna opnaðist fullt af dyrum, sem er ótrúlega gaman.“ Í þessu samhengi bendir Kristín á að oft og tíðum sé valið í hlutverk eftir ákveðnum staðalímyndum. Hlutverk Agnesar í Vonarstræti hefði til að mynda vel getað verið öðruvísi. „Það er mikið um „type-casting“ í leiklist en þá er að miklu leyti ráðið í hlutverk eftir útliti. Ég er mjög þakklát fyrir þau hlutverk sem ekki eru þannig. Í byrjun myndarinnar er Agnes hálfpersónuleikalaus en þegar líður á fær hún að sýna þessi sterku karaktereinkenni sem hún hefur. Þeir Baldvin leikstjóri og Biggi í handritinu [Birgir Örn Steinarsson] gerðu þetta mjög vel því það hefði verið svo auðvelt að hafa Agnesi bara upp á punt.“ Kynntist kærastanum í KvikmyndaskólanumKristín Lea er í sambúð með Vigfúsi Þormari Gunnarssyni en parið kynntist í Kvikmyndaskólanum. Saman eiga þau hinn tveggja ára Jökul og nú er annar drengur væntanlegur á allra næstu dögum. Þau hafa komið sér fyrir í Hafnarfirði en þaðan eru tengdaforeldrarnir og stuttur akstur til fjölskyldunnar í Keflavík. Vigfús starfar einnig við kvikmyndagerð og vann meðal annars að gerð Vonarstrætis. „Það var mjög þægilegt að hafa hann með mér í þessu, ég leitaði mikið til hans og hann hjálpaði mér með hlutverkið á æfingum. Það var rosalega mikill stuðningur í honum. Ef ég var óörugg með eitthvað þá gat ég leitað til hans og ég var mjög þakklát fyrir það.“ Kristín er einkabarn en hún er sú eina innan fjölskyldunnar sem sótt hefur í leiklistina. „Ég kem í raun og veru ekki úr neinni leikhúsklíku svo maður hefur svolítið þurft að pota sér áfram sjálfur og taka áhættu með hitt og þetta. Fjölskylda mín styður ótrúlega vel við bakið á mér og mamma er alltaf ánægð fyrir mína hönd – líka yfir litlu sigrunum,“ segir Kristín og brosir. „Hún heldur stundum að ég sé sú eina í heiminum sem er að afreka eitthvað eins og til dæmis þegar ég fékk bílprófið. Hún var ofboðslega ánægð með mig.“ Elskar móðurhlutverkiðHvað varðar önnur verkefni í leiklistinni segir Kristín allt óljóst í þeim efnum enn sem komið er. „Ég er alltaf með eitthvað í sigtinu en þetta er ótraustur bransi og maður dettur inn og út. Þannig er það bara. Mér finnst rosalega þægilegt að leyfa bara því að koma sem gerist næst og ég reyni sjaldan að ákveða neitt fyrir fram. Það hljómar kannski undarlega en ég er mjög dugleg að senda frá mér jákvætt karma og ég trúi því að ef maður sendir frá sér eitthvað gott þá fái maður eitthvað gott til baka.“ Fram undan er fæðingarorlofið og segist Kristín ætla að nýta tímann heima fyrir í eitthvað skapandi. „Þetta verður spennandi tími. Ég sit aldrei aðgerðarlaus og er alltaf að búa eitthvað til, hvort sem það eru ljóð eða leikrit.“ Hún segist líka hafa gaman að því að smíða og þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé handlagin svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að ég á verkfærakassann á heimilinu.“ Kristín elskar móðurhlutverkið og bíður spennt eftir því að fjölskyldan stækki. „Mig hefði aldrei grunað hvað það getur gefið manni að verða móðir. Við sonur minn förum oft í göngutúra og svo skyndilega stoppar hann og bendir á eitt lítið blóm. Hann hefur kennt mér að stoppa, njóta og taka eftir því smáa í lífinu. Börn eru ótrúlega skapandi og það er gaman að geta upplifað heiminn með þeirra augum. Þetta er yndislegt hlutverk – en ekki fleiri en tvö börn í bili,“ segir Kristín og hlær. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Kristín Lea Sigríðardóttir þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Kristín Lea útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum árið 2011 en leiðir hennar og leikstjóra Vonarstrætis lágu saman í lokaverkefni hennar frá skólanum þegar hún plataði Baldvin til þess að leikstýra útskriftarmyndinni Takk fyrir mig. „Ég vissi í raun og veru ekki af tilvist Kvikmyndaskólans fyrr en ég var komin langt í framhaldsskóla en einhvern veginn stefndi ég samt alltaf í þessa átt. Áhugi minn liggur í kvikmyndagerð, ekki aðeins í leiklistinni,“ segir Kristín Lea, spurð út í áhugann á listinni. Talið berst að Vonarstræti en þar fer Kristín með hlutverk Agnesar, eiginkonu Sölva, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu og vonarstjörnu í bankalífinu, sem leikinn er af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Einvalalið leikara kemur að myndinni og ber hún hópnum vel söguna. „Ég var alls ekki að setja mig á háan hest í þessum leikarahópi. Þetta er fyrsta kvikmyndin mín og það var ótrúlega gaman að geta fylgst með þessum leikurum og lært af þeim, ég lærði mjög mikið. Ég var í raun og veru bara á skólabekk í gegnum allt ferlið. Ég trúi því líka að maður sé alltaf að læra, maður er bara ekki orðinn leikari og svo búið. Það er aldrei þannig.“ Kristín Lea segist alltaf hafa verið heldur gagnrýnin á sjálfa sig. Henni þótti skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu og segist hafa átt erfitt með að horfa á myndina á köflum. „Það var mjög skrítið að sjá andlitið mitt á átta metra skjá fyrir framan mig og ég var algjörlega stjörf á forsýningunni. Ég naut mín ekki nógu vel á fyrstu sýningunni og fór því aftur á myndina nokkrum dögum síðar. Þá fyrst gat ég horft á hana án þess að gagnrýna sjálfa mig. Ég reyndi oft að minna mig á að þetta hlyti bara að vera gott úr því að leikstjórinn var ánægður. Ég ætti því frekar að hlusta á hann en mína innri gagnrýni, enda gekk þetta líka allt svo fallega upp hjá honum.“ Reynir að sjá aldrei eftir neinuKristín Lea er Keflvíkingur og ólst upp á Suðurnesjunum. Hún flutti norður eftir grunnskóla og hóf nám við Framhaldsskólann á Laugum. Á menntaskólaárunum var Kristín kosin Ungfrú Norðurland og tók hún í kjölfarið þátt í Ungfrú Ísland. Hún segir þann tíma í lífi sínu hafa verið lærdómsríkan. „Ég hef alltaf tileinkað mér að sjá ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af hlutunum. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég myndi endilega endurtaka í dag. Mér finnst gott að líta á hlutina sem tækifæri og þarna opnaðist fullt af dyrum, sem er ótrúlega gaman.“ Í þessu samhengi bendir Kristín á að oft og tíðum sé valið í hlutverk eftir ákveðnum staðalímyndum. Hlutverk Agnesar í Vonarstræti hefði til að mynda vel getað verið öðruvísi. „Það er mikið um „type-casting“ í leiklist en þá er að miklu leyti ráðið í hlutverk eftir útliti. Ég er mjög þakklát fyrir þau hlutverk sem ekki eru þannig. Í byrjun myndarinnar er Agnes hálfpersónuleikalaus en þegar líður á fær hún að sýna þessi sterku karaktereinkenni sem hún hefur. Þeir Baldvin leikstjóri og Biggi í handritinu [Birgir Örn Steinarsson] gerðu þetta mjög vel því það hefði verið svo auðvelt að hafa Agnesi bara upp á punt.“ Kynntist kærastanum í KvikmyndaskólanumKristín Lea er í sambúð með Vigfúsi Þormari Gunnarssyni en parið kynntist í Kvikmyndaskólanum. Saman eiga þau hinn tveggja ára Jökul og nú er annar drengur væntanlegur á allra næstu dögum. Þau hafa komið sér fyrir í Hafnarfirði en þaðan eru tengdaforeldrarnir og stuttur akstur til fjölskyldunnar í Keflavík. Vigfús starfar einnig við kvikmyndagerð og vann meðal annars að gerð Vonarstrætis. „Það var mjög þægilegt að hafa hann með mér í þessu, ég leitaði mikið til hans og hann hjálpaði mér með hlutverkið á æfingum. Það var rosalega mikill stuðningur í honum. Ef ég var óörugg með eitthvað þá gat ég leitað til hans og ég var mjög þakklát fyrir það.“ Kristín er einkabarn en hún er sú eina innan fjölskyldunnar sem sótt hefur í leiklistina. „Ég kem í raun og veru ekki úr neinni leikhúsklíku svo maður hefur svolítið þurft að pota sér áfram sjálfur og taka áhættu með hitt og þetta. Fjölskylda mín styður ótrúlega vel við bakið á mér og mamma er alltaf ánægð fyrir mína hönd – líka yfir litlu sigrunum,“ segir Kristín og brosir. „Hún heldur stundum að ég sé sú eina í heiminum sem er að afreka eitthvað eins og til dæmis þegar ég fékk bílprófið. Hún var ofboðslega ánægð með mig.“ Elskar móðurhlutverkiðHvað varðar önnur verkefni í leiklistinni segir Kristín allt óljóst í þeim efnum enn sem komið er. „Ég er alltaf með eitthvað í sigtinu en þetta er ótraustur bransi og maður dettur inn og út. Þannig er það bara. Mér finnst rosalega þægilegt að leyfa bara því að koma sem gerist næst og ég reyni sjaldan að ákveða neitt fyrir fram. Það hljómar kannski undarlega en ég er mjög dugleg að senda frá mér jákvætt karma og ég trúi því að ef maður sendir frá sér eitthvað gott þá fái maður eitthvað gott til baka.“ Fram undan er fæðingarorlofið og segist Kristín ætla að nýta tímann heima fyrir í eitthvað skapandi. „Þetta verður spennandi tími. Ég sit aldrei aðgerðarlaus og er alltaf að búa eitthvað til, hvort sem það eru ljóð eða leikrit.“ Hún segist líka hafa gaman að því að smíða og þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé handlagin svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að ég á verkfærakassann á heimilinu.“ Kristín elskar móðurhlutverkið og bíður spennt eftir því að fjölskyldan stækki. „Mig hefði aldrei grunað hvað það getur gefið manni að verða móðir. Við sonur minn förum oft í göngutúra og svo skyndilega stoppar hann og bendir á eitt lítið blóm. Hann hefur kennt mér að stoppa, njóta og taka eftir því smáa í lífinu. Börn eru ótrúlega skapandi og það er gaman að geta upplifað heiminn með þeirra augum. Þetta er yndislegt hlutverk – en ekki fleiri en tvö börn í bili,“ segir Kristín og hlær.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira