Innlent

Stjórnarráð Íslands undirritar Jafnréttissáttmála UN Women

Randver Kári Randversson skrifar
Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, staðfesti sáttmálana fyrir hönd Stjórnarráðsins.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, staðfesti sáttmálana fyrir hönd Stjórnarráðsins. Mynd/fjármála- og efnahagsráðuneytið
Stjórnarráð Íslands undirritaði í dag yfirlýsingu um að fylgja Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.

Þetta er í fyrsta sinn sem öll ráðuneyti eins ríkis undirrita þennan sáttmála í sameiningu. Jafnframt var undirritaður sáttmáli SÞ um samfélagslega ábyrgð. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Undirritunin fór fram á opinni ráðstefnu UN Women á Íslandi, Festa og Samtaka atvinnulífsins á Hótel Nordica. 

Kristin Hetle, framkvæmdastjóri hjá UN Women í New York, sem var viðstödd ráðstefnuna, óskaði íslenskum stjórnvöldum til hamingju með að tileinka sér Jafnréttissáttmála UN Women og að staðfesta enn á ný forystuhlutverk Íslands í að stuðla að kynjajafnrétti.

Undirritun sáttmálanna fellur að þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að Ísland verði áfram í fararbroddi í jafnréttismálum en Ísland hefur skipað fyrsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) um jafnrétti kynjanna fimm ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×