Flestir vilja mannúðlegar veiðar Freyr Bjarnason skrifar 7. apríl 2014 07:00 Engar upplýsingar eru til um það hvernig hvalveiðum við Íslandsstrendur er háttað. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalveiðar 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW) létu Capacent Gallup gera fyrir sig. Engar opinberar upplýsingar liggja fyrir um það hvort hvalveiðar við Ísland uppfylli þessa kröfu. Í könnuninni kemur einnig fram að 59,3% aðspurðra telja að hvalveiðar við Ísland séu stundaðar á mannúðlegan hátt. „Það er ljóst að Íslendingum er umhugað um velferð dýra. Því miður eru ekki til upplýsingar um það hvernig hvalveiðum við Íslandsstrendur er háttað svo almenningur geti tekið upplýsta afstöðu út frá þeim hvort veiðarnar séu mannúðlegar eða ekki,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW á Íslandi. Hann segir mikilvægt að opna umræðuna um þessa hlið hvalveiða. „Það er eðlileg krafa að íslenskir hvalveiðimenn veiti vísindamönnum og fjölmiðlum aðgang að hvalveiðiferðum sínum þannig að hægt sé að miðla óháðum upplýsingum um eðli hvalveiða milliliðalaust til almennings.“ Í tilkynningu frá IFAW kemur fram að við mat á því hvort veiðar séu mannúðlegar er annars vegar horft til þess hversu þróað taugakerfi þau hafa og hins vegar dauðatíma, þ.e. þess tíma sem líður frá því þau eru særð og þar til þau deyja. Engin alþjóðleg skilgreining er til á því hvað telst vera mannúðlegt við veiðar á villtum spendýrum. „Fyrir liggur að hvalir eru spendýr með háþróað taugakerfi sem þýðir að þeir finna fyrir sársauka og upplifa hræðslu með svipuðum hætti og mannfólk,“ segir í tilkynningunni. Engar vísindalegar upplýsingar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland eða nokkrar aðrar upplýsingar um hvernig veiðarnar hafa áhrif á dýrin. Þetta kemur fram í nýlegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Alþingi. Í svarinu kemur einnig fram að til standi að Fiskistofa hefji mælingar á dauðatíma hvala við þær veiðar sem áætlaðar eru í sumar. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Hvalveiðar 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW) létu Capacent Gallup gera fyrir sig. Engar opinberar upplýsingar liggja fyrir um það hvort hvalveiðar við Ísland uppfylli þessa kröfu. Í könnuninni kemur einnig fram að 59,3% aðspurðra telja að hvalveiðar við Ísland séu stundaðar á mannúðlegan hátt. „Það er ljóst að Íslendingum er umhugað um velferð dýra. Því miður eru ekki til upplýsingar um það hvernig hvalveiðum við Íslandsstrendur er háttað svo almenningur geti tekið upplýsta afstöðu út frá þeim hvort veiðarnar séu mannúðlegar eða ekki,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW á Íslandi. Hann segir mikilvægt að opna umræðuna um þessa hlið hvalveiða. „Það er eðlileg krafa að íslenskir hvalveiðimenn veiti vísindamönnum og fjölmiðlum aðgang að hvalveiðiferðum sínum þannig að hægt sé að miðla óháðum upplýsingum um eðli hvalveiða milliliðalaust til almennings.“ Í tilkynningu frá IFAW kemur fram að við mat á því hvort veiðar séu mannúðlegar er annars vegar horft til þess hversu þróað taugakerfi þau hafa og hins vegar dauðatíma, þ.e. þess tíma sem líður frá því þau eru særð og þar til þau deyja. Engin alþjóðleg skilgreining er til á því hvað telst vera mannúðlegt við veiðar á villtum spendýrum. „Fyrir liggur að hvalir eru spendýr með háþróað taugakerfi sem þýðir að þeir finna fyrir sársauka og upplifa hræðslu með svipuðum hætti og mannfólk,“ segir í tilkynningunni. Engar vísindalegar upplýsingar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland eða nokkrar aðrar upplýsingar um hvernig veiðarnar hafa áhrif á dýrin. Þetta kemur fram í nýlegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Alþingi. Í svarinu kemur einnig fram að til standi að Fiskistofa hefji mælingar á dauðatíma hvala við þær veiðar sem áætlaðar eru í sumar.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir