Hanna og Theodór komin með tilboð í hendurnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2014 14:43 Hanna María Karlsdóttir og Theódór Júlíusson, leikarar, eru komin með starfstilboð í hendurnar frá Borgarleikhúsinu og verður fundað um málið með fulltrúum Félags íslenskra leikara síðar í dag. Nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, Kristín Eysteinsdóttir, sagði þeim báðum upp í lok síðasta mánaðar vegna endurskipulagningar. Ákvörðun uppsagnanna sagði hún byggjast á faglegum og listrænum áherslum með tilliti til verkefnavals framundan. Uppsagnirnar hafa vakið hörð viðbrögð meðal leikara enda um reynslumikla leikara að ræða sem eiga að baki áratuga farsælan feril. Þau eru elstu leikarar Borgarleikhússins og stutt í að þau fari á eftirlaun. Sex nýir leikarar hafa verið ráðnir til Borgarleikhússins og eru það meðal annars Björn Thors og Hilmir Snær Guðnason. Félag íslenskra leikara hefur samþykkt ályktun þar sem uppsögnum í Borgarleikhúsinu er harðlega mótmælt. Félagið hefur boðað til fundar í dag í félagsheimili leikara klukkan 16.30. Hér má sjá tilkynningu félagsins í heild sinni:Stjórn Félags íslenskra leikara boðar hér með félagsmenn FÍL til fundar í félagsheimili leikara að Lindargötu 6 í dag, mánudaginn 7. april frá kl. 16.30 - 17.30.Tilefni fundarins eru uppsagnir eldri leikara í Borgarleikhúsinu. Stjórn FÍL sendi í síðustu viku ályktun til stjórnenda og stjórnar LR þar sem uppsagnirnar eru harmaðar en við skynjum að það er þung undiralda í félaginu vegna málsins og viljum við boða til fundarins til að upplýsa félagsmenn um framvindu mála undanfarna viku og gefa fólki tækifæri til að tjá sig og sýna samstöðu í verki. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta þó fyrirvarinn sé stuttur. Birna Hafstein formaður FÍL Tengdar fréttir Umdeildar uppsagnir leikara Borgarleikhúss Félag íslenskra leikara hefur samþykkt ályktun þar sem uppsögnunum í Borgarleikhúsinu er harðlega mótmælt. Sáttaleiða er leitað. 3. apríl 2014 15:38 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hanna María Karlsdóttir og Theódór Júlíusson, leikarar, eru komin með starfstilboð í hendurnar frá Borgarleikhúsinu og verður fundað um málið með fulltrúum Félags íslenskra leikara síðar í dag. Nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, Kristín Eysteinsdóttir, sagði þeim báðum upp í lok síðasta mánaðar vegna endurskipulagningar. Ákvörðun uppsagnanna sagði hún byggjast á faglegum og listrænum áherslum með tilliti til verkefnavals framundan. Uppsagnirnar hafa vakið hörð viðbrögð meðal leikara enda um reynslumikla leikara að ræða sem eiga að baki áratuga farsælan feril. Þau eru elstu leikarar Borgarleikhússins og stutt í að þau fari á eftirlaun. Sex nýir leikarar hafa verið ráðnir til Borgarleikhússins og eru það meðal annars Björn Thors og Hilmir Snær Guðnason. Félag íslenskra leikara hefur samþykkt ályktun þar sem uppsögnum í Borgarleikhúsinu er harðlega mótmælt. Félagið hefur boðað til fundar í dag í félagsheimili leikara klukkan 16.30. Hér má sjá tilkynningu félagsins í heild sinni:Stjórn Félags íslenskra leikara boðar hér með félagsmenn FÍL til fundar í félagsheimili leikara að Lindargötu 6 í dag, mánudaginn 7. april frá kl. 16.30 - 17.30.Tilefni fundarins eru uppsagnir eldri leikara í Borgarleikhúsinu. Stjórn FÍL sendi í síðustu viku ályktun til stjórnenda og stjórnar LR þar sem uppsagnirnar eru harmaðar en við skynjum að það er þung undiralda í félaginu vegna málsins og viljum við boða til fundarins til að upplýsa félagsmenn um framvindu mála undanfarna viku og gefa fólki tækifæri til að tjá sig og sýna samstöðu í verki. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta þó fyrirvarinn sé stuttur. Birna Hafstein formaður FÍL
Tengdar fréttir Umdeildar uppsagnir leikara Borgarleikhúss Félag íslenskra leikara hefur samþykkt ályktun þar sem uppsögnunum í Borgarleikhúsinu er harðlega mótmælt. Sáttaleiða er leitað. 3. apríl 2014 15:38 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Umdeildar uppsagnir leikara Borgarleikhúss Félag íslenskra leikara hefur samþykkt ályktun þar sem uppsögnunum í Borgarleikhúsinu er harðlega mótmælt. Sáttaleiða er leitað. 3. apríl 2014 15:38