Vírus krefst Bitcoin í skiptum fyrir gögn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2014 13:42 Vírusinn byggir á grunnkóðun Cryptolocker-tölvuveirunnar sem sýkti hundruði þúsunda tölva á síðasta ári. VÍSIR/GETTY Ný og skæð útgáfa af víðfrægum tölvuvírus hefur dúkkað upp á heimilistölvum og vítt og breitt um heiminn síðustu daga. Vírusinn hertekur gögn og upplýsingar á tölvum og krefur eigendur lausnargjalds. Að minnsta kosti eitt tilfelli hefur komið upp hér á landi. Vírusinn byggir á grunnkóðun Cryptolocker-tölvuveirunnar sem sýkti hundruði þúsunda tölva á síðasta ári. Vírusinn, sem kallaður er BitCrypt virðist eiga auðvelt með að brjóta sér í gegnum staðlaðar vírusvarnir. Veiran læsir og dulkóðar hefðbundin gögn á tölvunum, þar á meðal ljósmyndir, Word- og Excel-skjöl og Outlook-skrár. Eftir að vírusinn hefur komið sér fyrir í tölvu viðkomandi ræðst hann einnig á almenn net-drif, netþjóna eða önnur sameignardrif, þá sérstaklega hjá fyrirtækjum. BitCrypt-vírusinn dregur nafn sitt af því sem gerist næst. Upp úr þurru fær viðkomandi skilaboð á hinum ýmsu tungumálum um að gögnin séu læst. Lausnargjalds er krafist sem verður undantekningalaust að vera í formi Bitcoin. Oftar en ekki er farið fram á tvær til þrjár Bitcoin-einingar, stundum minna þó, sem notandinn verður annað hvort að kaupa eða millifæra beint í stafrænt veski glæpamannanna. Umreiknað í krónur nemur upphæðin rúmlega hundrað og sjötíu þúsund krónur. Eftir að lausnargjaldskrafan er birt er viðkomandi leiðbeint hvernig eigi að nálgast tiltekna vefsíðu á djúpnetinu svokallaða eða Tor eins og þjónustan er alla jafna kölluð.Sp.blm Hverjir standa á bakvið þetta? „Það er einfaldlega ekki vitað,“ segir Ágúst Auðunsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Tactica. „Það liggur ekki fyrir á þessu stigi hverjir eru á bakvið þetta.“ „Við höfum fengið eina sýkta vél til okkar. Manneskjan sem þar átti í hlut tapaði öllum fjölskyldumyndum sínum og vinnugögnum.“ Ef lausnargjaldið er ekki greitt er hætta á að gögnunum verði eytt eða hverfi fyrir fullt og allt bakvið dulkóðun. En hvað getur maður gert til að verja sig fyrir árásum sem þessum? „Þetta er bara sama gamla tuggan sem við tölvumennirnir höfum hamrað á síðustu ár. Vera með vírusvarnakerfi, uppfæra stýrikerfið og hugbúnað og eiga afrit af gögnunum. Það eru engar aðrar töfralausnir,“ segir Ágúst að lokum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Ný og skæð útgáfa af víðfrægum tölvuvírus hefur dúkkað upp á heimilistölvum og vítt og breitt um heiminn síðustu daga. Vírusinn hertekur gögn og upplýsingar á tölvum og krefur eigendur lausnargjalds. Að minnsta kosti eitt tilfelli hefur komið upp hér á landi. Vírusinn byggir á grunnkóðun Cryptolocker-tölvuveirunnar sem sýkti hundruði þúsunda tölva á síðasta ári. Vírusinn, sem kallaður er BitCrypt virðist eiga auðvelt með að brjóta sér í gegnum staðlaðar vírusvarnir. Veiran læsir og dulkóðar hefðbundin gögn á tölvunum, þar á meðal ljósmyndir, Word- og Excel-skjöl og Outlook-skrár. Eftir að vírusinn hefur komið sér fyrir í tölvu viðkomandi ræðst hann einnig á almenn net-drif, netþjóna eða önnur sameignardrif, þá sérstaklega hjá fyrirtækjum. BitCrypt-vírusinn dregur nafn sitt af því sem gerist næst. Upp úr þurru fær viðkomandi skilaboð á hinum ýmsu tungumálum um að gögnin séu læst. Lausnargjalds er krafist sem verður undantekningalaust að vera í formi Bitcoin. Oftar en ekki er farið fram á tvær til þrjár Bitcoin-einingar, stundum minna þó, sem notandinn verður annað hvort að kaupa eða millifæra beint í stafrænt veski glæpamannanna. Umreiknað í krónur nemur upphæðin rúmlega hundrað og sjötíu þúsund krónur. Eftir að lausnargjaldskrafan er birt er viðkomandi leiðbeint hvernig eigi að nálgast tiltekna vefsíðu á djúpnetinu svokallaða eða Tor eins og þjónustan er alla jafna kölluð.Sp.blm Hverjir standa á bakvið þetta? „Það er einfaldlega ekki vitað,“ segir Ágúst Auðunsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Tactica. „Það liggur ekki fyrir á þessu stigi hverjir eru á bakvið þetta.“ „Við höfum fengið eina sýkta vél til okkar. Manneskjan sem þar átti í hlut tapaði öllum fjölskyldumyndum sínum og vinnugögnum.“ Ef lausnargjaldið er ekki greitt er hætta á að gögnunum verði eytt eða hverfi fyrir fullt og allt bakvið dulkóðun. En hvað getur maður gert til að verja sig fyrir árásum sem þessum? „Þetta er bara sama gamla tuggan sem við tölvumennirnir höfum hamrað á síðustu ár. Vera með vírusvarnakerfi, uppfæra stýrikerfið og hugbúnað og eiga afrit af gögnunum. Það eru engar aðrar töfralausnir,“ segir Ágúst að lokum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira