Vírus krefst Bitcoin í skiptum fyrir gögn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2014 13:42 Vírusinn byggir á grunnkóðun Cryptolocker-tölvuveirunnar sem sýkti hundruði þúsunda tölva á síðasta ári. VÍSIR/GETTY Ný og skæð útgáfa af víðfrægum tölvuvírus hefur dúkkað upp á heimilistölvum og vítt og breitt um heiminn síðustu daga. Vírusinn hertekur gögn og upplýsingar á tölvum og krefur eigendur lausnargjalds. Að minnsta kosti eitt tilfelli hefur komið upp hér á landi. Vírusinn byggir á grunnkóðun Cryptolocker-tölvuveirunnar sem sýkti hundruði þúsunda tölva á síðasta ári. Vírusinn, sem kallaður er BitCrypt virðist eiga auðvelt með að brjóta sér í gegnum staðlaðar vírusvarnir. Veiran læsir og dulkóðar hefðbundin gögn á tölvunum, þar á meðal ljósmyndir, Word- og Excel-skjöl og Outlook-skrár. Eftir að vírusinn hefur komið sér fyrir í tölvu viðkomandi ræðst hann einnig á almenn net-drif, netþjóna eða önnur sameignardrif, þá sérstaklega hjá fyrirtækjum. BitCrypt-vírusinn dregur nafn sitt af því sem gerist næst. Upp úr þurru fær viðkomandi skilaboð á hinum ýmsu tungumálum um að gögnin séu læst. Lausnargjalds er krafist sem verður undantekningalaust að vera í formi Bitcoin. Oftar en ekki er farið fram á tvær til þrjár Bitcoin-einingar, stundum minna þó, sem notandinn verður annað hvort að kaupa eða millifæra beint í stafrænt veski glæpamannanna. Umreiknað í krónur nemur upphæðin rúmlega hundrað og sjötíu þúsund krónur. Eftir að lausnargjaldskrafan er birt er viðkomandi leiðbeint hvernig eigi að nálgast tiltekna vefsíðu á djúpnetinu svokallaða eða Tor eins og þjónustan er alla jafna kölluð.Sp.blm Hverjir standa á bakvið þetta? „Það er einfaldlega ekki vitað,“ segir Ágúst Auðunsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Tactica. „Það liggur ekki fyrir á þessu stigi hverjir eru á bakvið þetta.“ „Við höfum fengið eina sýkta vél til okkar. Manneskjan sem þar átti í hlut tapaði öllum fjölskyldumyndum sínum og vinnugögnum.“ Ef lausnargjaldið er ekki greitt er hætta á að gögnunum verði eytt eða hverfi fyrir fullt og allt bakvið dulkóðun. En hvað getur maður gert til að verja sig fyrir árásum sem þessum? „Þetta er bara sama gamla tuggan sem við tölvumennirnir höfum hamrað á síðustu ár. Vera með vírusvarnakerfi, uppfæra stýrikerfið og hugbúnað og eiga afrit af gögnunum. Það eru engar aðrar töfralausnir,“ segir Ágúst að lokum. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ný og skæð útgáfa af víðfrægum tölvuvírus hefur dúkkað upp á heimilistölvum og vítt og breitt um heiminn síðustu daga. Vírusinn hertekur gögn og upplýsingar á tölvum og krefur eigendur lausnargjalds. Að minnsta kosti eitt tilfelli hefur komið upp hér á landi. Vírusinn byggir á grunnkóðun Cryptolocker-tölvuveirunnar sem sýkti hundruði þúsunda tölva á síðasta ári. Vírusinn, sem kallaður er BitCrypt virðist eiga auðvelt með að brjóta sér í gegnum staðlaðar vírusvarnir. Veiran læsir og dulkóðar hefðbundin gögn á tölvunum, þar á meðal ljósmyndir, Word- og Excel-skjöl og Outlook-skrár. Eftir að vírusinn hefur komið sér fyrir í tölvu viðkomandi ræðst hann einnig á almenn net-drif, netþjóna eða önnur sameignardrif, þá sérstaklega hjá fyrirtækjum. BitCrypt-vírusinn dregur nafn sitt af því sem gerist næst. Upp úr þurru fær viðkomandi skilaboð á hinum ýmsu tungumálum um að gögnin séu læst. Lausnargjalds er krafist sem verður undantekningalaust að vera í formi Bitcoin. Oftar en ekki er farið fram á tvær til þrjár Bitcoin-einingar, stundum minna þó, sem notandinn verður annað hvort að kaupa eða millifæra beint í stafrænt veski glæpamannanna. Umreiknað í krónur nemur upphæðin rúmlega hundrað og sjötíu þúsund krónur. Eftir að lausnargjaldskrafan er birt er viðkomandi leiðbeint hvernig eigi að nálgast tiltekna vefsíðu á djúpnetinu svokallaða eða Tor eins og þjónustan er alla jafna kölluð.Sp.blm Hverjir standa á bakvið þetta? „Það er einfaldlega ekki vitað,“ segir Ágúst Auðunsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Tactica. „Það liggur ekki fyrir á þessu stigi hverjir eru á bakvið þetta.“ „Við höfum fengið eina sýkta vél til okkar. Manneskjan sem þar átti í hlut tapaði öllum fjölskyldumyndum sínum og vinnugögnum.“ Ef lausnargjaldið er ekki greitt er hætta á að gögnunum verði eytt eða hverfi fyrir fullt og allt bakvið dulkóðun. En hvað getur maður gert til að verja sig fyrir árásum sem þessum? „Þetta er bara sama gamla tuggan sem við tölvumennirnir höfum hamrað á síðustu ár. Vera með vírusvarnakerfi, uppfæra stýrikerfið og hugbúnað og eiga afrit af gögnunum. Það eru engar aðrar töfralausnir,“ segir Ágúst að lokum.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira