Innlent

35,5 milljónir vegna skattsvika

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/HARI/VALGARÐUR
Maður sem var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í dag til að greiða 35,5 milljón króna fyrir skattsvindl. Hann hafði ekki staðið skil á tæplega 12 milljóna króna í virðisaukaskatt á árunum 2009 og 2010.

Maðurinn játaði við fyrirtöku að hafa brotið af sér en viðurkenndi ekki þær fjárhæðir sem fram komu í ákærunni. Við skýrslutöku lögreglunnar sagði maðurinn  bókhaldi fyrirtækisins hafi öllu verið stolið skömmu eftir að rannsókn byrjaði hjá skattinum. Sagði hann einnig að allir reikningar sem gefnir hafi verið út á hann hefðu horfið í innbrotinu.

Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára. Til að greiða 35,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna eða sitja í fangelsi í 360 daga. Þá var hann að lokum dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmar 400 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×