Óþarfa viðkvæmni fyrir 1. apríl Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2014 11:58 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra vera með óþarfa viðkvæmni fyrir 1. apríl. En þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það af og frá. vísir/daníel/gva Engin skýring hefur verið gefin á því að ríkisstjórnin hætti við að mæla fyrir skuldaniðurfellingarfrumvörpum sínum á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi verið viðkvæmur fyrir dagsetningunni 1. apríl en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir það ekki fá staðist. Formenn stjórnarflokkanna kynntu frumvörp um niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og heimild til notkunar séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána á miðvikudag í síðustu viku. Samkomulag var gert við stjórnarandstöðuna um að Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra mælti fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í dag, hinn 1. apríl, en í gær tilkynnti forseti Alþingis að umræðunni yrði frestað til morgundagsins.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði frumvörpin aprílgapp á Alþingi í gær. Engar skýringar hafi verið gefnar á frestun umræðunnar. „Þetta er gert alveg fyrirvaralaust og það virðist einfaldlega vera þannig að forsætisráðherra hafi verið viðkvæmur fyrir því að efndir á stærsta kosningaloforðinu yrðu til umfjöllunar á 1. apríl,“ segir Helgi.Ragheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir forseta Alþingis ekki hafa gefið neina skýringu á frestun umræðunnar. Hann hafi einfaldlega orðið við ósk framsögumanns, fjármálaráðherra, um frestun eins og forseti geri oftast sé eftir slíku óskað.Heldur þú að menn séu eitthvað feimnir við dagsetninguna, 1. apríl; að frumvörpin yrðu kennd við þann dag í framtíðinni? „Ég hef nú enga trú á því að jafn ágæt tillaga eins og þessi, skuldaleiðréttingartillaga varðandi verðtryggð fasteignalán sem og um séreignarsparnaðinn; að forsytumenn ríkisstjórnarinnar séu smeikir við að leggja það fram. Það er af og frá,“ segir Ragnheiður. „Það er alla vega erfitt að sjá að það sé eitthvað mikilvægara sem fjármálaráðherra hafi að gera í dag en að mæla fyrir stærsta máli ríkisstjórnarinnar. Það var samið um að þetta yrði gert í síðustu viku og við ætluðum að greiða fyrir málinu til nefndar á morgun. Það frestast núna um heila viku vegna þessa. Þannig að þetta er óskiljanleg viðkvæmni að hálfu forsætisráðherra,“ segir Helgi. En Ragnheiður segist hins vegar ekki heyra það á stjórnarandstöðunni að nokkur sátt verði um að ræða bæði frumvörpin samtímis á morgun og greiða fyrir því að þessi mál komist til nefndar.Þannig að þú átt allt eins von á að stjórnarandstaðan fari í það að ræða fundarsköp og svo framvegis á morgun? „Já, ég á fastlega von á því að hún muni gera það í dag. Viðbrögðin við þessu voru þannig í gær, að það verður þannig,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Engin skýring hefur verið gefin á því að ríkisstjórnin hætti við að mæla fyrir skuldaniðurfellingarfrumvörpum sínum á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi verið viðkvæmur fyrir dagsetningunni 1. apríl en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir það ekki fá staðist. Formenn stjórnarflokkanna kynntu frumvörp um niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og heimild til notkunar séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána á miðvikudag í síðustu viku. Samkomulag var gert við stjórnarandstöðuna um að Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra mælti fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í dag, hinn 1. apríl, en í gær tilkynnti forseti Alþingis að umræðunni yrði frestað til morgundagsins.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði frumvörpin aprílgapp á Alþingi í gær. Engar skýringar hafi verið gefnar á frestun umræðunnar. „Þetta er gert alveg fyrirvaralaust og það virðist einfaldlega vera þannig að forsætisráðherra hafi verið viðkvæmur fyrir því að efndir á stærsta kosningaloforðinu yrðu til umfjöllunar á 1. apríl,“ segir Helgi.Ragheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir forseta Alþingis ekki hafa gefið neina skýringu á frestun umræðunnar. Hann hafi einfaldlega orðið við ósk framsögumanns, fjármálaráðherra, um frestun eins og forseti geri oftast sé eftir slíku óskað.Heldur þú að menn séu eitthvað feimnir við dagsetninguna, 1. apríl; að frumvörpin yrðu kennd við þann dag í framtíðinni? „Ég hef nú enga trú á því að jafn ágæt tillaga eins og þessi, skuldaleiðréttingartillaga varðandi verðtryggð fasteignalán sem og um séreignarsparnaðinn; að forsytumenn ríkisstjórnarinnar séu smeikir við að leggja það fram. Það er af og frá,“ segir Ragnheiður. „Það er alla vega erfitt að sjá að það sé eitthvað mikilvægara sem fjármálaráðherra hafi að gera í dag en að mæla fyrir stærsta máli ríkisstjórnarinnar. Það var samið um að þetta yrði gert í síðustu viku og við ætluðum að greiða fyrir málinu til nefndar á morgun. Það frestast núna um heila viku vegna þessa. Þannig að þetta er óskiljanleg viðkvæmni að hálfu forsætisráðherra,“ segir Helgi. En Ragnheiður segist hins vegar ekki heyra það á stjórnarandstöðunni að nokkur sátt verði um að ræða bæði frumvörpin samtímis á morgun og greiða fyrir því að þessi mál komist til nefndar.Þannig að þú átt allt eins von á að stjórnarandstaðan fari í það að ræða fundarsköp og svo framvegis á morgun? „Já, ég á fastlega von á því að hún muni gera það í dag. Viðbrögðin við þessu voru þannig í gær, að það verður þannig,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira