Byrjað á núlli í einu fátækasta héraði Malaví Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2014 15:51 Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi og verkefnisstjóri Rauða krossins. mynd/aðsend Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi og verkefnisstjóri Rauða krossins, heldur fyrirlestur um störf sín í Masanje í Mangochi héraði í Malaví, fimmtudaginn 3. apríl kl. 08:30 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9 í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum en fyrirlesturinn er öllum opinn. Ómar starfaði að því á síðasta ári að setja upp heilsueflingarverkefni Rauða krossins með þátttöku íbúa Masanje sem áður höfðu greint brýnustu þarfir fólks í samfélaginu. Markmið verkefnisins er að bæta til frambúðar heilbrigðisástand 9.000 fjölskyldna (70% íbúanna) fyrir árslok 2015 með því að tryggja þeim aðgang að hreinu vatni, betri aðgangi að heilsugæslu og margháttaðri fræðslu um heilbrigði og hreinlæti. Verkefnið er unnið í samvinnu við Rauða krossinn í Malaví, og Þróunarsamvinnustofnun Íslands sem hefur lengi starfað að uppbyggingu í Mangochi héraði. Erindi Ómars kallast Byrjað á núlli, þar sem hann vísar til aðstæðna á verkefnissvæðinu þegar Rauði krossinn hófst handa. Í Masanje búa um 50 þúsund manns. Það er meðal fátækustu svæða í Malaví, sem er eitt fátækasta land heims. Þar vantar nánast alla þjónustu. Aðeins einni heilsugæslustöð, sem er í lélegu ástandi, illa mönnuð og yfirleitt lyfjalaus, er ætlað að sinna alvarlegri heilbrigðisvandamálum. Ekki eru vegir á verkefnissvæðinu, ekki verslun og ekkert rafmagn. Íbúar hafa mjög takmarkaðan aðgang að hreinu vatni, en Rauði krossinn hefur nú þegar borað sjö borholur á verkefnasvæðinu sem hafa gjörbreytt aðstæðum. Matarskortur er viðvarandi, fjöldi munaðarlausra barna fer vaxandi vegna alnæmis, og fáfræði veldur vaxandi tíðni lífshættulegra sjúkdóma sem hægt væri að komast hjá, svo sem alnæmi, malaríu, og niðurgangspestum. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi og verkefnisstjóri Rauða krossins, heldur fyrirlestur um störf sín í Masanje í Mangochi héraði í Malaví, fimmtudaginn 3. apríl kl. 08:30 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9 í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum en fyrirlesturinn er öllum opinn. Ómar starfaði að því á síðasta ári að setja upp heilsueflingarverkefni Rauða krossins með þátttöku íbúa Masanje sem áður höfðu greint brýnustu þarfir fólks í samfélaginu. Markmið verkefnisins er að bæta til frambúðar heilbrigðisástand 9.000 fjölskyldna (70% íbúanna) fyrir árslok 2015 með því að tryggja þeim aðgang að hreinu vatni, betri aðgangi að heilsugæslu og margháttaðri fræðslu um heilbrigði og hreinlæti. Verkefnið er unnið í samvinnu við Rauða krossinn í Malaví, og Þróunarsamvinnustofnun Íslands sem hefur lengi starfað að uppbyggingu í Mangochi héraði. Erindi Ómars kallast Byrjað á núlli, þar sem hann vísar til aðstæðna á verkefnissvæðinu þegar Rauði krossinn hófst handa. Í Masanje búa um 50 þúsund manns. Það er meðal fátækustu svæða í Malaví, sem er eitt fátækasta land heims. Þar vantar nánast alla þjónustu. Aðeins einni heilsugæslustöð, sem er í lélegu ástandi, illa mönnuð og yfirleitt lyfjalaus, er ætlað að sinna alvarlegri heilbrigðisvandamálum. Ekki eru vegir á verkefnissvæðinu, ekki verslun og ekkert rafmagn. Íbúar hafa mjög takmarkaðan aðgang að hreinu vatni, en Rauði krossinn hefur nú þegar borað sjö borholur á verkefnasvæðinu sem hafa gjörbreytt aðstæðum. Matarskortur er viðvarandi, fjöldi munaðarlausra barna fer vaxandi vegna alnæmis, og fáfræði veldur vaxandi tíðni lífshættulegra sjúkdóma sem hægt væri að komast hjá, svo sem alnæmi, malaríu, og niðurgangspestum.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira