Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2014 16:00 Tæp 40 prósent segja það koma til greina að kjósa nýtt framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar Tæplega fjörutíu prósent þeirra sem þátt tóku í nýrri könnun MMR segja það koma til greina að kjósa nýjan flokk sem nyti stuðning Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í næstu Alþingiskosningum. Könnunin var gerð dagana 28. mars til 1. apríl. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við hugsanlegt framboð tengt einum frambjóðanda í könnunum MMR. Áður var spurt um hugsanleg framboð tengd Lilju Mósesdóttur annars vegar og Guðmundi Steingrímssyni hins vegar. Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. Spurt var „Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum?" 38,1% aðspurðra sögðu koma til greina að kjósa framboðið. Tæp 44% höfuðborgabúa sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa framboðið samanborið við 28,3% þeirra sem búsettir eru á landsbyggðinni. Talsverður munur var á stuðningi við þetta hugsanlega framboð ef litið var á tekjur aðspurðra. Mestur stuðningur mældist við framboðið á meðal þeirra tekjuhæstu, 55,7% þeirra með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun sögðu koma til greina að kjósa framboðið. 23,3% þeirra með undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðu það koma til greina að styðja nýjan flokk. Nokkur munur var á afstöðu fólks til framboðsins eftir því hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna. Alls voru 960 manns spurðir og var notað slembiúrtak úr hópi álitsgjafa MMR. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Tæplega fjörutíu prósent þeirra sem þátt tóku í nýrri könnun MMR segja það koma til greina að kjósa nýjan flokk sem nyti stuðning Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í næstu Alþingiskosningum. Könnunin var gerð dagana 28. mars til 1. apríl. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við hugsanlegt framboð tengt einum frambjóðanda í könnunum MMR. Áður var spurt um hugsanleg framboð tengd Lilju Mósesdóttur annars vegar og Guðmundi Steingrímssyni hins vegar. Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. Spurt var „Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum?" 38,1% aðspurðra sögðu koma til greina að kjósa framboðið. Tæp 44% höfuðborgabúa sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa framboðið samanborið við 28,3% þeirra sem búsettir eru á landsbyggðinni. Talsverður munur var á stuðningi við þetta hugsanlega framboð ef litið var á tekjur aðspurðra. Mestur stuðningur mældist við framboðið á meðal þeirra tekjuhæstu, 55,7% þeirra með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun sögðu koma til greina að kjósa framboðið. 23,3% þeirra með undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðu það koma til greina að styðja nýjan flokk. Nokkur munur var á afstöðu fólks til framboðsins eftir því hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna. Alls voru 960 manns spurðir og var notað slembiúrtak úr hópi álitsgjafa MMR.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira