Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2014 16:00 Tæp 40 prósent segja það koma til greina að kjósa nýtt framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar Tæplega fjörutíu prósent þeirra sem þátt tóku í nýrri könnun MMR segja það koma til greina að kjósa nýjan flokk sem nyti stuðning Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í næstu Alþingiskosningum. Könnunin var gerð dagana 28. mars til 1. apríl. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við hugsanlegt framboð tengt einum frambjóðanda í könnunum MMR. Áður var spurt um hugsanleg framboð tengd Lilju Mósesdóttur annars vegar og Guðmundi Steingrímssyni hins vegar. Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. Spurt var „Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum?" 38,1% aðspurðra sögðu koma til greina að kjósa framboðið. Tæp 44% höfuðborgabúa sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa framboðið samanborið við 28,3% þeirra sem búsettir eru á landsbyggðinni. Talsverður munur var á stuðningi við þetta hugsanlega framboð ef litið var á tekjur aðspurðra. Mestur stuðningur mældist við framboðið á meðal þeirra tekjuhæstu, 55,7% þeirra með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun sögðu koma til greina að kjósa framboðið. 23,3% þeirra með undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðu það koma til greina að styðja nýjan flokk. Nokkur munur var á afstöðu fólks til framboðsins eftir því hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna. Alls voru 960 manns spurðir og var notað slembiúrtak úr hópi álitsgjafa MMR. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Tæplega fjörutíu prósent þeirra sem þátt tóku í nýrri könnun MMR segja það koma til greina að kjósa nýjan flokk sem nyti stuðning Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í næstu Alþingiskosningum. Könnunin var gerð dagana 28. mars til 1. apríl. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við hugsanlegt framboð tengt einum frambjóðanda í könnunum MMR. Áður var spurt um hugsanleg framboð tengd Lilju Mósesdóttur annars vegar og Guðmundi Steingrímssyni hins vegar. Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. Spurt var „Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum?" 38,1% aðspurðra sögðu koma til greina að kjósa framboðið. Tæp 44% höfuðborgabúa sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa framboðið samanborið við 28,3% þeirra sem búsettir eru á landsbyggðinni. Talsverður munur var á stuðningi við þetta hugsanlega framboð ef litið var á tekjur aðspurðra. Mestur stuðningur mældist við framboðið á meðal þeirra tekjuhæstu, 55,7% þeirra með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun sögðu koma til greina að kjósa framboðið. 23,3% þeirra með undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðu það koma til greina að styðja nýjan flokk. Nokkur munur var á afstöðu fólks til framboðsins eftir því hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna. Alls voru 960 manns spurðir og var notað slembiúrtak úr hópi álitsgjafa MMR.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira