Gengur betur með doktorsnáminu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2014 07:00 Ásdís kastaði loks aftur yfir 60 metra á mánudaginn. Fréttablaðið/AFP Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, virðist vera komin í gott form en hún kastaði 60,03 metra og endaði í þriðja sæti á móti í Tékklandi á mánudaginn. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásdís kastar yfir 60 metra síðan hún þeytti spjótinu 62,77 metra á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum en það er núgildandi Íslandsmet. Ásdís byrjaði síðasta ár vel og kastaði yfir 59 metra á JJ-móti Ármanns í Laugardalnum í apríl. Hún náði svo fínu kasti upp á 59,97 metra í Svíþjóð en komst aldrei yfir 60 metra múrinn, ekki einu sinni á HM. „Þetta var rosa gaman. Það er búið að ganga mjög vel á æfingum en að gera þetta á móti er allt annað. Þegar maður er að breyta hlutum eins og ég hef verið að gera þá er auðvelt að fara í sama farið þegar maður er að keppa en sú var ekki raunin núna,“ segir Ásdís. Ásdís náði 60,03 metrum strax í fyrsta kasti en það tók sinn tíma fyrir hana að fá lengdina staðfesta. „Þetta var svolítið fyndið. Þeir voru rosalega lengi að mæla kastið. Ég sá að spjótið var við 60 metra línuna en vissi ekki hvorum megin. Maðurinn sem var að mæla fór frá spjótinu áður en það kom staðfest lengd þannig að ég hélt að þeir væru búnir að klúðra þessu og ég fengi annað kast. Þeir voru alveg þrír þarna og loks kom þetta þannig það var smá spenna í kringum þetta,“ segir Ásdís. Hvað er það sem hún hefur verið að breyta og bæta undir stjórn nýja þjálfarans, Terrys McHughs? „Það er aðallega stíllinn og tæknin. Svo er ég búin að breyta æfingaprógramminu aðeins. Ég er að lyfta minna og gera fleiri tækniæfingar. Í rauninni er ég að setja tækniæfingar í stað þeirra lyftingaæfinga sem ég sleppi. Ég er að vinna í meiri hraða og snerpu í útkastinu,“ segir hún.Settist ekki á sálina Ásdís breytti um umhverfi á síðasta ári og fluttist til Zürich í Sviss þar sem hún stundar doktorsnám í lyfjafræði. Hún fékk sér einnig nýjan þjálfara en þetta tvennt, ásamt öðru, varð meðal annars til þess að hún náði sér aldrei almennilega á strik í fyrra. Hún segir það samt ekki hafa sest á sálina að hafa ekki náð kasti yfir 60 metrum. „Nei, ég get ekki sagt það en þetta var mjög svekkjandi. Ég vissi alveg að ég gat meira en spjótið er svolítið þannig að þó að þú vitir að þú getir betur og þú átt að gera betur þá er það endilega ekkert alltaf þannig. Þetta settist ekki beint á sálina því það voru miklar breytingar í gangi í mínu lífi,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Ég fór í doktorsnámið og skipti um þjálfara. Þegar maður er orðinn 27 ára gamall og ætlar að breyta um tækni þá tekur tíma að venjast því. Það er ekki ætlast til að það gangi í gegn ósjálfrátt. Mér gekk vel á æfingum en ekki jafn vel á mótum. Ég prófaði líka að vera atvinnuíþróttamaður í smástund en það hentar mér betur að vera í námi eins og núna.“Tvær ófrískar Ásdís keppir næst á Demantamótinu í New York á laugardaginn sem Stöð 2 Sport sýnir frá í beinni útsendingu. Henni var einnig boðið á Demantamótin í Doha í Katar og Róm á Ítalíu en varð að hafna boðinu þar sem það passaði ekki inn í dagskrá hennar. „Á eftir New York er næst keppt í Lausanne en það kemur í ljós síðar hvort ég fái boð þangað. Það er náttúrlega ekki vitað hverjir verða að toppa í kringum það mót. Næst keppi ég í New York, svo er EM landsliða í Georgíu og eftir það ætla ég að taka mér smá hvíld frá mótum og hlaða rafhlöðurnar. Ég keppi svo á meistaramótinu heima í júlí,“ segir Ásdís. Stóra mótið í sumar er EM á „heimavelli“ Ásdísar í Zürich en hversu langt getur hún komist þar? „Baráttan er mjög opin. Tvær af þeim allra bestu eru báðar ófrískar sem opnar þetta mjög mikið. Það eru rosalega margar að kasta í kringum 62 metrana. Ef ég fer yfir það verð ég kannski með fjórða til fimmta besta kast ársins. Augljóst markmið á EM er að fara í úrslit en svo er erfitt að segja til um hvað gerist. Nýtt Íslandsmet í úrslitum á EM gæti dugað á verðlaunapall en maður veit aldrei hvað hinar stelpurnar gera,“ segir hún. Sem fyrr segir keppir Ásdís næst á sjötta Demantamóti ársins í New York á laugardaginn. Þar mætir hún sjö öðrum konum. Sex þeirra eiga lengra kast en hún á ferlinum en fimm á þessu ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, virðist vera komin í gott form en hún kastaði 60,03 metra og endaði í þriðja sæti á móti í Tékklandi á mánudaginn. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásdís kastar yfir 60 metra síðan hún þeytti spjótinu 62,77 metra á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum en það er núgildandi Íslandsmet. Ásdís byrjaði síðasta ár vel og kastaði yfir 59 metra á JJ-móti Ármanns í Laugardalnum í apríl. Hún náði svo fínu kasti upp á 59,97 metra í Svíþjóð en komst aldrei yfir 60 metra múrinn, ekki einu sinni á HM. „Þetta var rosa gaman. Það er búið að ganga mjög vel á æfingum en að gera þetta á móti er allt annað. Þegar maður er að breyta hlutum eins og ég hef verið að gera þá er auðvelt að fara í sama farið þegar maður er að keppa en sú var ekki raunin núna,“ segir Ásdís. Ásdís náði 60,03 metrum strax í fyrsta kasti en það tók sinn tíma fyrir hana að fá lengdina staðfesta. „Þetta var svolítið fyndið. Þeir voru rosalega lengi að mæla kastið. Ég sá að spjótið var við 60 metra línuna en vissi ekki hvorum megin. Maðurinn sem var að mæla fór frá spjótinu áður en það kom staðfest lengd þannig að ég hélt að þeir væru búnir að klúðra þessu og ég fengi annað kast. Þeir voru alveg þrír þarna og loks kom þetta þannig það var smá spenna í kringum þetta,“ segir Ásdís. Hvað er það sem hún hefur verið að breyta og bæta undir stjórn nýja þjálfarans, Terrys McHughs? „Það er aðallega stíllinn og tæknin. Svo er ég búin að breyta æfingaprógramminu aðeins. Ég er að lyfta minna og gera fleiri tækniæfingar. Í rauninni er ég að setja tækniæfingar í stað þeirra lyftingaæfinga sem ég sleppi. Ég er að vinna í meiri hraða og snerpu í útkastinu,“ segir hún.Settist ekki á sálina Ásdís breytti um umhverfi á síðasta ári og fluttist til Zürich í Sviss þar sem hún stundar doktorsnám í lyfjafræði. Hún fékk sér einnig nýjan þjálfara en þetta tvennt, ásamt öðru, varð meðal annars til þess að hún náði sér aldrei almennilega á strik í fyrra. Hún segir það samt ekki hafa sest á sálina að hafa ekki náð kasti yfir 60 metrum. „Nei, ég get ekki sagt það en þetta var mjög svekkjandi. Ég vissi alveg að ég gat meira en spjótið er svolítið þannig að þó að þú vitir að þú getir betur og þú átt að gera betur þá er það endilega ekkert alltaf þannig. Þetta settist ekki beint á sálina því það voru miklar breytingar í gangi í mínu lífi,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Ég fór í doktorsnámið og skipti um þjálfara. Þegar maður er orðinn 27 ára gamall og ætlar að breyta um tækni þá tekur tíma að venjast því. Það er ekki ætlast til að það gangi í gegn ósjálfrátt. Mér gekk vel á æfingum en ekki jafn vel á mótum. Ég prófaði líka að vera atvinnuíþróttamaður í smástund en það hentar mér betur að vera í námi eins og núna.“Tvær ófrískar Ásdís keppir næst á Demantamótinu í New York á laugardaginn sem Stöð 2 Sport sýnir frá í beinni útsendingu. Henni var einnig boðið á Demantamótin í Doha í Katar og Róm á Ítalíu en varð að hafna boðinu þar sem það passaði ekki inn í dagskrá hennar. „Á eftir New York er næst keppt í Lausanne en það kemur í ljós síðar hvort ég fái boð þangað. Það er náttúrlega ekki vitað hverjir verða að toppa í kringum það mót. Næst keppi ég í New York, svo er EM landsliða í Georgíu og eftir það ætla ég að taka mér smá hvíld frá mótum og hlaða rafhlöðurnar. Ég keppi svo á meistaramótinu heima í júlí,“ segir Ásdís. Stóra mótið í sumar er EM á „heimavelli“ Ásdísar í Zürich en hversu langt getur hún komist þar? „Baráttan er mjög opin. Tvær af þeim allra bestu eru báðar ófrískar sem opnar þetta mjög mikið. Það eru rosalega margar að kasta í kringum 62 metrana. Ef ég fer yfir það verð ég kannski með fjórða til fimmta besta kast ársins. Augljóst markmið á EM er að fara í úrslit en svo er erfitt að segja til um hvað gerist. Nýtt Íslandsmet í úrslitum á EM gæti dugað á verðlaunapall en maður veit aldrei hvað hinar stelpurnar gera,“ segir hún. Sem fyrr segir keppir Ásdís næst á sjötta Demantamóti ársins í New York á laugardaginn. Þar mætir hún sjö öðrum konum. Sex þeirra eiga lengra kast en hún á ferlinum en fimm á þessu ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Sjá meira