Innlent

Íkveikja í kjallaraíbúð skapaði stórhættu

Vísir/Vilhelm
Reynt var að kveikja í kjallaraíbúð í þríbýlishúsi í vesturborginni á tólfta tímanum í gærkvöldi. Brennuvargurinn hafði safnað þar saman garðáhöldum, plastleikfögnum og kústum og kveikt í öllu saman.

Íbúar á eftri hæðum, sem ekki voru sofnaðir,  fundu brunalykt í tæka tíð og náðu að slökkva eldinn áður enn hann náði að breiða úr sér.

Brennuvargurinn er ófundinn, en lögregla rannsakar málið nánar, þar sem þetta er litið mjög alvarlegum augum og flokkastu undir að stofna lífi og limum samborgara í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×