Innlent

Hanna og Theódór munu starfa áfram hjá Borgarleikhúsinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikararnir Hanna María Karlsdóttir og Theódór Júlíusson munu áfram starfa við Borgarleikhúsið þrátt fyrir að hafa verið sagt upp á dögunum. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, staðfestir að samkomulag hafi náðst við leikarana, sem munu áfram starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

Fyrir lá í gær að leikararnir hefðu tilboð frá leikhúsinu undir höndum líkt og Vísis greindi frá.

„Þegar ákvörðun var tekin um uppsagnir leikaranna var vægi langs starfsaldurs þeirra vanmetið.  Framlag þessara tveggja leikara til Leikfélags Reykjavíkur á undanförnum áratugum er mikils metið, bæði hjá samstarfsfólki og leikhúsgestum,“ segir Kristín.

Þá segir hún að leikhúsið þurfi að vera í sífelldri endurnýjun en mannlegi þáttur starfsins megi ekki gleymast.

„Það er einlæg ósk leikhússins að þessar málalyktir stuðli að sátt og gagnkvæmri virðingu þeirra listamanna sem þar starfa.“

Að lokum segir að með þessari sátt sem náðst hefur sé málinu lokið af hálfu beggja aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×