Lífið

Sjáðu siguratriði Brynjars úr Ísland Got Talent

Ellý Ármanns skrifar
Brynjar Dagur Albertsson hlaut tíu milljónir króna í verðlaun fyrir sigur á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar Ísland got Talent sem fram fór í Austurbæ í gærkvöldi. Hér að ofan má sjá magnað atriði Brynjars.

Tökur á nýrri þáttaröð Ísland got Talent hefjast í haust. Því er ekki úr vegi fyrir hæfileikafólk landsins að hefja æfingar ætli það að feta í fótspor dansarans frábæra.

Brynjar Dagur átti erfitt með svefn í nótt eftir sigurinn eins og fram kom í viðtali í morgunþætti Ernu og Sverris á FM 957 í morgun.

„Nei, ekki neitt,“ svaraði Brynjar aðspurður hvort hann hefði sofið eitthvað í nótt.

„Ég fór fyrst heim til ömmu og við vorum að skála þar og horfðum á atriðið mitt og svona,“ sagði Brynjar jafnframt.


Tengdar fréttir

Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent

Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld.

„Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri“

"Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt,“ segir Brynjar Dagur, sem bar sigur úr býtum í Ísland Got Talent.

Er ekki búinn að sofa síðan hann vann

"Ég fór fyrst heim til ömmu og við vorum að skála þar og horfðum á atriðiðmitt og svona,“ sagði sigurvegari Ísland Got Talent.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.