Ætla í mál við ríkið og forstjóra Útlendingastofnunar: "Ég gafst ekki upp" Hrund Þórsdóttir skrifar 28. apríl 2014 20:00 Fjölskylda í Vogunum er sameinuð á ný eftir að innanríkisráðuneytið felldi úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar, þar sem filippeyskri stjúpdóttur íslensks manns var neitað um dvalarleyfi eftir átta ára baráttu við kerfið. Fjölskyldan ætlar í skaðabótamál við ríkið og meiðyrðamál við forstjóra Útlendingastofnunar. Fréttastofa heimsótti fjölskylduna í september síðastliðnum, þegar hin 23 ára Romylyn Faigane, dóttir Marilyn Faigane og stjúpdóttir Ellerts Högna Jónssonar, hafði gefist upp á að bíða eftir dvalarleyfi og var flúin til Filippseyja. Sótt hafði verið um dvalarleyfið þrisvar og málið dregist í átta ár, en samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir þegar öll gögn hafa borist. Á þessum tímapunkti var fjölskyldan niðurbrotin, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi og hér. Þegar Romylyn fór hafði hún verið á Íslandi í tvö ár á meðan hún beið úrskurðar Útlendingastofnunar. Á þeim tíma gat hún ekki fengið kennitölu og þar með ekki unnið eða tekið fullan þátt í samfélaginu. Hún upplifði sig eins og í fangelsi og gafst því loks upp á biðinni. Útlendingastofnun hafnaði dvalarleyfisbeiðnum hennar á þeim grundvelli að gögn vantaði og vafi léki á móðerni hennar, þrátt fyrir að fæðingarvottorð lægi ávallt fyrir. Síðasti úrskurðurinn féll skömmu eftir að við heimsóttum fjölskylduna en 28. mars síðastliðinn sneri innanríkisráðuneytið honum við og veitti Romylyn dvalarleyfi. Sú ákvörðun tók sjö mánuði, á flýtimeðferð."Ég gafst ekki upp" Romylyn er nú komin aftur í faðm fjölskyldunnar í Vogunum. „Það er afskaplega ánægjulegt fyrir fjölskylduna að vera orðin sameinuð aftur og vera búin að vinna þetta mál,“ segir Ellert. „Allir sögðu að ég myndi aldrei komast í gegnum þetta en ég er það þrjóskur að ég gafst ekki upp.“ Í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt er rætt við Romylyn. Hún kveðst reið enda hafi henni sífellt verið sagt að bíða og loks hafi hún gefist upp. Hún á að baki erfiðan tíma á Filippseyjum, þar sem hún upplifði fellibylinn Yolöndu sem lagði allt í rúst í nóvember, meðal annars hús sem hún bjó í með afa sínum. Hana langar að búa með fjölskyldu sinni á Íslandi, vinna og senda aðstoð til ættingja á Filippseyjum. Hún er menntuð í öldrunarhjúkrunarfræði en er komin með vinnu á eggjabúi í Vogunum. Hún getur þó ekki hafið störf strax, þar sem hún þarf enn um sinn að bíða eftir atvinnuleyfi. Systurnar Romylyn og Unnur Margrét, sem er átta ára, eru sameinaðar á ný og mikil gleði einkennir heimilislífið. Ellert kveðst þó ósáttur þar sem málið hafi dregist mjög á langinn og fjölskyldan sé enn sökuð um að hafa ekki skilað gögnum, þótt dvalarleyfið hafi verið veitt á grundvelli gagna sem hafi verið skilað árið 2009. Þau hjónin undirbúa málsókn á hendur ríkinu, þar sem þau telja eðlilegt að ríkið beri kostnað af mistökum sem þau segja að hafi verið gerð í málinu. Þá ætla þau í meiðyrðamál við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, sem þau segja að hafi opinberlega dregið í efa að Marilyn væri móðir Romylynar. Tengdar fréttir Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Ung kona sem ítrekað hefur óskað eftir dvalarleyfi hér á landi, gafst upp á seinagangi kerfisins og er farin aftur til upprunalands síns, Filippseyja. Fjölskyldan óttast um afdrif hennar og íslenskur fósturfaðir hennar segir að þar sé hún á götunni. 19. september 2013 18:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Fjölskylda í Vogunum er sameinuð á ný eftir að innanríkisráðuneytið felldi úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar, þar sem filippeyskri stjúpdóttur íslensks manns var neitað um dvalarleyfi eftir átta ára baráttu við kerfið. Fjölskyldan ætlar í skaðabótamál við ríkið og meiðyrðamál við forstjóra Útlendingastofnunar. Fréttastofa heimsótti fjölskylduna í september síðastliðnum, þegar hin 23 ára Romylyn Faigane, dóttir Marilyn Faigane og stjúpdóttir Ellerts Högna Jónssonar, hafði gefist upp á að bíða eftir dvalarleyfi og var flúin til Filippseyja. Sótt hafði verið um dvalarleyfið þrisvar og málið dregist í átta ár, en samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir þegar öll gögn hafa borist. Á þessum tímapunkti var fjölskyldan niðurbrotin, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi og hér. Þegar Romylyn fór hafði hún verið á Íslandi í tvö ár á meðan hún beið úrskurðar Útlendingastofnunar. Á þeim tíma gat hún ekki fengið kennitölu og þar með ekki unnið eða tekið fullan þátt í samfélaginu. Hún upplifði sig eins og í fangelsi og gafst því loks upp á biðinni. Útlendingastofnun hafnaði dvalarleyfisbeiðnum hennar á þeim grundvelli að gögn vantaði og vafi léki á móðerni hennar, þrátt fyrir að fæðingarvottorð lægi ávallt fyrir. Síðasti úrskurðurinn féll skömmu eftir að við heimsóttum fjölskylduna en 28. mars síðastliðinn sneri innanríkisráðuneytið honum við og veitti Romylyn dvalarleyfi. Sú ákvörðun tók sjö mánuði, á flýtimeðferð."Ég gafst ekki upp" Romylyn er nú komin aftur í faðm fjölskyldunnar í Vogunum. „Það er afskaplega ánægjulegt fyrir fjölskylduna að vera orðin sameinuð aftur og vera búin að vinna þetta mál,“ segir Ellert. „Allir sögðu að ég myndi aldrei komast í gegnum þetta en ég er það þrjóskur að ég gafst ekki upp.“ Í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt er rætt við Romylyn. Hún kveðst reið enda hafi henni sífellt verið sagt að bíða og loks hafi hún gefist upp. Hún á að baki erfiðan tíma á Filippseyjum, þar sem hún upplifði fellibylinn Yolöndu sem lagði allt í rúst í nóvember, meðal annars hús sem hún bjó í með afa sínum. Hana langar að búa með fjölskyldu sinni á Íslandi, vinna og senda aðstoð til ættingja á Filippseyjum. Hún er menntuð í öldrunarhjúkrunarfræði en er komin með vinnu á eggjabúi í Vogunum. Hún getur þó ekki hafið störf strax, þar sem hún þarf enn um sinn að bíða eftir atvinnuleyfi. Systurnar Romylyn og Unnur Margrét, sem er átta ára, eru sameinaðar á ný og mikil gleði einkennir heimilislífið. Ellert kveðst þó ósáttur þar sem málið hafi dregist mjög á langinn og fjölskyldan sé enn sökuð um að hafa ekki skilað gögnum, þótt dvalarleyfið hafi verið veitt á grundvelli gagna sem hafi verið skilað árið 2009. Þau hjónin undirbúa málsókn á hendur ríkinu, þar sem þau telja eðlilegt að ríkið beri kostnað af mistökum sem þau segja að hafi verið gerð í málinu. Þá ætla þau í meiðyrðamál við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, sem þau segja að hafi opinberlega dregið í efa að Marilyn væri móðir Romylynar.
Tengdar fréttir Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Ung kona sem ítrekað hefur óskað eftir dvalarleyfi hér á landi, gafst upp á seinagangi kerfisins og er farin aftur til upprunalands síns, Filippseyja. Fjölskyldan óttast um afdrif hennar og íslenskur fósturfaðir hennar segir að þar sé hún á götunni. 19. september 2013 18:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Ung kona sem ítrekað hefur óskað eftir dvalarleyfi hér á landi, gafst upp á seinagangi kerfisins og er farin aftur til upprunalands síns, Filippseyja. Fjölskyldan óttast um afdrif hennar og íslenskur fósturfaðir hennar segir að þar sé hún á götunni. 19. september 2013 18:30