Innlent

Seltjarnarnesbær lækkar fasteignaskatta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Fasteignaskattar í Seltjarnanesbæ munu lækka um fimm prósent á næsta ári og verða því 0,20 prósent, sem er með því lægsta á landinu. Þá verða tómstundastyrkir hækkaðir um 65 prósent, fara úr þrjátíu þúsund krónum á hvert barn í fimmtíu þúsund krónur. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015 sem samþykkt var til þriggja ára í gær.

Niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum munu jafnframt hækka og verða 65 þúsund krónur með hverju barni.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri segir fjárhagáætlun unna á samráðsfundum meiri-  og minnihluta í bæjarstjórn. „Þær áherslur sem eru í fjárhagsáætlun bæjarins koma barnafjölskyldum vel og það er samstaða um að batnandi hagur bæjarsjóðs skuli komi fjölskyldufólki til góða,” segir Ásgerður.

Fjárhagsstaða bæjarsjóðs er sterk og verður rekstrarafgangur 8 milljónir króna, samkvæmt áætluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×