Elvar og Martin fá hrós fyrir kurteisi í grein í New York Post Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 12:15 Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson á landsliðsæfingu. Vísir/Andri Marinó Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira