Elvar og Martin fá hrós fyrir kurteisi í grein í New York Post Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 12:15 Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson á landsliðsæfingu. Vísir/Andri Marinó Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira