Fimm blaklið á höfuðborgasvæðinu hótuðu að taka ekki þátt í forkeppni bikarkeppni Blaksambandsins yrði forkeppnin leikin í Neskaupstað. Blaksambandið hafnaði kröfunni og verður leikið í Neskaupstað.
Formenn HK, Stjörnunnar, Fylkis, Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur segir að mótmælin séu vegna þess hve bág fjárhagstaða félagana eru. Þau lögðu til að mótið yrði frekar haldið á stór Reykjavíkursvæðinu.
Liðin hótuðu að draga lið sín úr keppni myndi Blaksambandið ekki afturkalla ákvörðun sína að halda mótið fyrir austan.
Blaksambandið féllst ekki á tillöguna og verður því mótið haldið á Neskaupstað, en nú þegar hefur Fylkir dregið bæði lið sín úr keppni sem og kvennalið Þróttar Reykjavíkur.
Leikið verður í forkeppni bikarkeppninnar á Neskaupstað þann 21. - 23. nóvember.
Fimm blaklið hótuðu að draga lið sín úr bikarkeppninni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne
Enski boltinn